Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 87
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
83
fyrir, aö bera hvaðeina undir þá menn er vitrastir eru og
reyndastir, áðr en eg byrja og áðr en eg álykta til fulls.
Yrði eg nú svo heppinn að öðlast yðar leyfl til þess
framvegis að meðdeila yður mína heimuglegu þánka, er
lúta að föðurlandi voru, þá heíi eg náð aðstoð og hjálp
þess manns, er eg helzt óska mér af þeim, er nú eru á
íslandi, þó margir séu vel. — Um þetta leyfi voga eg mér.
þá að biðja yðr hérmeð auðmjúklegast; fái eg afsvar, veit
eg það kemr af yðar mörgu og miklu embættisönnum,
sem ega að vera í fyrirrúmi, og tel mig eigi á bak brot-
inn. Nú hefi eg bessaleyfi.
Hvað Ármann áhrærir, þá dirfist eg að biðja yðar há-
velborinhcit að segja mér, hvað yðr kynni að þykja að
þvi plani, er vér höfum lagt, félagarnir, og hvað yðr
kynni að virðast ábótavant og betr fara á annan hátt. Eg
tala hér ekki um árgáng þann er nú kemr, því hann er í
mörgu ólíkr ætlan vorri, og hræðilega ófullkominn, því
bæði tók eg seint til, og líka liefi eg verið utanvið mig í
vetur ob causas sane molestissimas, sed tamen aliis adhuc
maxima ex parte ignotas. Sat de liis. Sumir hafa fundið
að Sýnishorninu í fyrra, og á meðal annars að því, að það
sé »skrifað í þeim lengi illa upptekna, stephensenska, allt
of satiriska bítandi, upplýsingar anda«. Þar sama er að
segja eða réttara verðr sagt um árgánginn í ár og flciri
stykki kynnu að koma þessu lík, þá vil eg bera þetta mál
undir yðr. Sem procurator í minni eigin sök færi eg
þetta til afbötunar: 1., að hinn svokallaði stepliensenski
andi ekki er í Sýnishorninu. Slephensen talar jafnan um
þau hærri vísindi, og skammar btnndurna og alla án und-
antekníngar, að þeir séu eigi lieima í þeim, Stephensen
skammar landa sina blátt áfram, hann segir svo mikið
sem: »Pið enið böl. dónar«; enn er það, að Stepliens(en)
sýnist, að minnsta kosti stundum, að draga af löndum sin-
um það sem þeir ega. Petta mun eigi finnast i Sýnis-
horninu eða árgánginum. Par er berlega sagt að tala eigi,
ogberlega talað um kunnáttu í veraldlegum sýslunum, þar
er að sönnu eða réltara átti að vera einslags afmálun al'
þeim þremur höfuð characterum, sem til eru í landinu,
eins af þeim beztu eins og þeim lakari, og munu þeirscm