Andvari - 01.01.1914, Qupperneq 90
86
Bréí' frá Baldvin Einarssyni.
ast hvörrsér, og þaraðauki eru jafnan ílokkadrættir á rnill-
um þeirra, af sömu orsök; margir af þeim dannast litið,
og koma líkir því aptr til föðurlandsins sem þeir fóru,
að undantekinni þeirri vísindagrein sem þeir hafa lært,
þeir sjá lítið og þekkja lítið af því praktiska; allra sizt er
það, að þeir í einingii liugsi eða tali eða skrifi eöa geri
nokkuð, sem liorfir til að eíla föðurland þeirra o. s. frv.
sem þér munuð kannast við. Mér datt i hug svona laus-
lega, að »klubb« eðaj eitthvað sem því líktist kynni að
vera betra en ekki neitt á móti þessum ágöllum, en eg
þóttist sjá undireins, að hann hlyti að verða nokkuð ó-
líkr þeim klúbbum sem liér eru, því bæði erum við íá-
mennir og fátækir; en kæmist það á, held eg það kynni
að geta haft góðar verkanir seinna meir, kanské Armann
með tímanum gæti orðið því áhángandi.
Pessi hugsun mín er enn engan veginn fullþroska, og
er þar að aulci skýjaborg, sem hrynur, þegar reynslan and-
ar á hana.
En á hinn bóginn mundi það gleðja mig stórlega, ef
eg einhverntíma yrði svo heppinn að fá að vita skoðun
yðar hávelborinheita á þessu máli.
Egerhræddur um, að eg sé þegar orðinn ot fjölorður,
en eg get samt sem áður ekki að mér gert að hreyfa máli,
sem eg ber fyrir brjósti og er að ætlun minni afaráríðandi
fyrir land og lýð. Blandast mér eklci hugur um, að yðar
hávelborinheit gæti á einhvern hátt stutl það með yðar
mikla myndugleika, áhrifum, djúpsæju þekkíngu og vitur-
leik.......')•
I fyrra vetur náði eg í bók Engelstoft’s um þjóðarupp-
eldi. Er eg las bók þessa hvarflaði hugurinn aptur og
aptur til míns clskaða íslands, einkum til skólafyrirkomu-
lagsins þar. Eg liugsaði um ástand skólans, um aðstöðu
lians lil lands og þjóðþrifa, um annmarka hans og hvernig
væri auðveldast að færa hann í lag og ráða -bót á göllun-
um. Eg skrifaði hjá mér niðurstöðu þessara hugleiðínga
1) Hér eru feld úr danska frumritinu orðin: »Nu laler jeg det ene
Ord paa Dansk og det ene paa Islandsk ligesom Onundur i Ármann, til-
giv det, Deres Höjvelbaarenhed«. En þau þóttu ekki eiga hcima í is-
lcnzku þýðingunni. Utgefandinn.