Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 84

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 84
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: bátum. Segja hákarlamenn, að stundum sé svo vikum saman, að ekki sé hægt að lenda þar fyrir sjávarylgju þótt sjór sé nokkum veginn sléttur á hafinu. I 15. tölublaði “Ingólfs” 1853, 1. árg. bls. 71-72, er Kolbeinseyjar getið. Segir þar úr bréfi frá Isfirðing (skrif- að 15. og 16. sept. 1853): “Hákarlaafli og í besta lagi, 300 tunnur mest. Hafa þeir í sumar fengið mestallann aflann út af Húnaflóa og í kringum Grímsey og Kolbeinsev. Ari nokkur Eyfirðingur kom að henni á bát og vildi skjótast þar upp, en komst ekki sökum brims við eyjuna. Var eyjan þá svo þakin sel og fugli, að ekki sá til jarðar. Hefir mön- num verið síðan tíðrætt um hana. Þykir það eitt til fyrir- stöðu, að skipalega er þar ill, má segja óbrúkandi.” Fríman Benediktsson hreppstjóri í Grímsey, nú (1932) á áttræðisaldri, segist hafa komið í land á Kolbeinsey, er hann var þar úti við hákarlaveiðar á yngri árum. Sagði hann, að mikið hefði verið af fugli og eggjum á eyjunni. Eyjuna kvað hann stöðugt vera að molna og eyðast, svo að sjá mætti mun á næstum árlega. Af Grímseyingum, sem nú eru í eyjunni, hafa aðeins tveir komið til Kol- beinseyjar, er þeir voru á hákarlaskipum frá Eyjafirði, og engar ferðir hafa þeir farið til eyjarinnar síðan á dög- um Jóns stólpa. Helgi Ólafsson á Borgum í Grímsey, ættaður úr Eyja- firði, segir, að laust fyrir aldamótin hafi skip úr Eyjafirði komið að Kolbeinsey, og gengu skipsmenn á eyjuna, tóku þar 14 þúsundir eggja, en þetta var um varpstíma svart- fuglsins, og stillur fyrir lengri tíma. Eyjan var svo þakin af eggjum, að sumstaðar höfðu þau oltið saman í hrúgur. Þegar sjórok er, skolast þau af eyjunni, 13) en fuglinn lætur slíkt ekki á sig fá, og verpir aftur að hálfum mánuði liðnum. Kunnugir telja, að fuglar, sem verpa þar, muni tæplega unga þar út að nokkru ráði, af því að sjórok 13) Komið hefir innan úr þorski, veiddum við Kolbeinsey, eggjarauða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.