Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 8
2
Árni Thorsteinsson.
landinu, bæði af verzluninni og öðru, og skyldi hann
lúta undir Rentukammerið. Og næsta ár, 26. Janúar
1684, var ísland — sem áður hafði verið sérstakt
ríki — af einræðisstjórn konungs, gert að »stipti« og
yíir það settur »stiptamtmaður«. Skipaði Kristján
konungur fimti þá það embætti launsyni sínum Ulrik
Christian Gyldenlöve, sem kallaður var Sámseyjar-
greili og fríherra Marselisborgar. Var stiptamtmaður
fyrstu árin jafnframt amtmaður á íslandi fram til
1688, því að ísland hafði þá i senn verið gert að
»amti« og »stipti«. Á 18. öldinni var stiptamt-
maðurinn á íslandi og jafnframt um langa tíma aml-
maður yfir Færeyjum, eða öll árin 1720—1775.
Hnigu því Færeyjar þá óbeinlinis undir ísland.
Stiptamtmannsembættið var lagt hér niður 1. Apríl
1873, og »landshöfðingi« skipaður yíir ísland. Var
það að vísu illa þegið af landsmönnum, og þó var
það nokkuð í áttina til lvins forna fyrirkomulags.
Landshöfðingi var, eins og landsstjórinn forðum (jarl,
hii-ðstjóri, höfuðsinaður, lénsmaður, lénsherra), skip-
aður yfir alla einbætlismenn í landinu, en sá var
munurinn, að liann stóð ekki beint undir konungi,
heldur var stjórnarráð eða stjórnardeild milli hans
og konungs, og hafði það opt leiðinlegar aíleiðingar
fyrir úrslit íslenzkra mála, einkum eptir að skipaður
var íyrir J)á stjórnardeild danskur maður, landshátt-
um lílt kunnugur og fandsmönnum ekki mjög vin-
veittur. Af ölluin þessum stiptamtmönnum var að
eins einn (Ólafur Stefánsson) innborinn íslendingur.
Hitl voru alt danskir menn, og komu margir af þeim
aldrei til landsins.
Hinn 21. Apríl 1688 var skipaður sérstakur amt-
maður yfir ísland, er standa skyldi undir Kancellíinu,
og stóð svo fram til 1770. Þá var landinu skipt í
fjögur ömt, eptir íjórðungum, Suður-, Veslur-, Norð-
ur- og Austuramt. Framan af voru amtmennirnir