Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 123
Fiskirannsóknir.
117
lengd, en að jafnaði eru fullþroskuð hrogn í svo
stórum fiski 20 cm. að lengd.
1. Síldin. Eg gat þess í skýrslunni 1905, að
síldin liér við land hefði tvö hrygningartímabil, ann-
að að vorinu, einhverntima í marz—maí, en hitt að
sumrinu, í júlí—ágúst. Um fyrri hi-ygninguna var
þó fátt athugað annað en það, að Dr. Schmidt
fiafði fundið nokkuð af nýútskriðnum seiðum við
suðausturströndina seint í apríl og að eg hafði séð
tnargt af ný-útgotinni síld frá suðvesturströndinni
seint í maí. Til þess að reyna að ákveða nánara
þenna fyrri hrygningarlíma, hefi eg reynt að ná í
sild frá suðurströndinni á þessu tímabili, en það hefir
gengið illa, þvi að þá er engin síldarveiði á þessu
svæði. Eg hefi að eins fengið fyrir góðfúslega aðstoð'
skipstjóranna Indriða Gottsveinssonar og Jóakims
Guðbjartssonar nokkrar síldir, er slæðst hafa í vörp-
urnar á botnvörpuskipunum »Coot« og »Jóni forseta«.
Þannig fékk eg 7 síldir veiddar 25. apríl 1907 í Vest-
inanneyjasjó, 6 af þeim voru 24—29 cm. langar og
ekki búnar að ná kynsþroska, en ein var 34 cm.
löng hrygna og komin mjög nærri gotum, hrognin
farin að losna. Ein síld, veidd 25. febr., 26 cm.
löng, liafði meira en hálfþroskuð hrogn. Eg hefi einn-
>g skoðað margar síldir, veiddar á svæðinu milli
Reykjaness (Eldeyjar) og Ivolluáls, um og eftir miðj-
an maí (þá er reknetaveiðin byrjuð þar) 1906 og 1907
og hefir hún skifst í tvent, sumt af henni hefir verið
útgotið, en sumt með hálfþroskuð hrogn og svil.
Þær útgotnu hafa hlolið að gjóta í apríl, eða í síð-
asta lagi í byrjun maímán. (Vestmanneyjamenn segj-
ast oft fá síld með stórum hrognum á vetrarvertíð),
en hinar liafa verið í undirbúningi með að gjóta
seinna (í jvilí). Öll þessi síld hefir verið hafsíld, o: fullstór
sild, 34—38 cm. löng. Af þessu verð eg að álíta eins
°g eg gat til í skýrslunni 1905, að hrygningartími