Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 82
76
Um upphaf
ur ekki viljað fara. Bendir þetta til, að talsverður
æsingur liaíi verið í mönnum á Islandi út af utan-
stefnunum. Líklega liefur konungur jafnframt stefnt
Jóni utan til að svara til sakar, enn eftir lagastöðum
þeim, sem konungur virðist liafa farið eptir (sjá áður),
varðaði landráðasök. Að minsta kosti fór Jón utan
næsta ár (Isl. ann. við 1300); þó virðist honum hafa
tekist að ná aftur liilli konungs, því að árið 1301
kemur hann út og er þá kallaður herra.
Á næsta alþingi eftir konungaskiftin (1300) má
telja víst, að konungur haíi krafist þess, að bændur
skildu sverja sjer land og þegna. Enn vist er, að
það var ekki gert fir enn 1302 (ísl.ann.), svo að
þar hefur verið einliver mótspirna al' landsmanna
liálfu. Birjar nú á íslandi óróaöld, sem stendur ifir
l'ram að 1307, og er enginn efi á, að þetta á firstu
rót sína að rekja til utanstefnanna 1299. Munu
Ijændur á alþingi 1300 liaía svarað eiðakröfum kon-
ungs með hinni ajkunnu ítrekun gamla sáttmála,.
sem Jón Sigurðsson heimfærir til 1263—4. Hjer
virðist hann eiga inn i viðburðaröðina. Hann tekur
upp kröfur Gl.Sm. svo að segja orðrjettar (þó »/ar/«
l'. jarlinn), enn hætir við kröfunum um utanstefnur,
sem síðuslu viðburðir gáfu beint tilefni til, og að
lögmenn og síslumenn skildu íslenskir, líklega al’ því
að þeirn, sem utan fórn, var kunnugt um, að kon-
ungur var reiður fleiri handgengnum mönnurn enn
Jóni lögmanni og hjó ifir því, sem síðar kom fram,.
að skipa Norðmönnnm lögsögu og síslur. Kalla jeg
því þennan sáttmála hjer eftir Alþingissamþiktina
1300. Svar konungs gegn þessu slcjali sjest á við-
hurðum næsta árs, 1301. Þá sendir hann hingað
Alf úr Króki, eílaust til höfuðs öllum handgengum