Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 32
26
Um upphaf
menningur við konu hans, enn kona Vigfúsar hálf-
sistir liennar, laundóttir Sturlu Sighvatssonar, og
filgdu þeir honum trúlega í öllu. Mátti því telja, að
ríki Hrafns næði óslitið frá Vestfjörðum um Dali
(Dalasíslu innanverða) suður til Borgarfjarðar alt út á
Akranes og suður að Hvalfirði. Þeir Gizur og Hrafn
vóru svarnir óvinir að fornu fari, og nú, þegar Hrafn
sat ifir Borgarfirði, sem Gizur kallaði sjer í konungs
nafni, má geta nærri, að hjer var nóg misklíð-
-arefni.
Á nesi því, sem skerst fram milli Gilsfjarðar og
Hvamsfjarðar var ríki Sturlu Þórðarsonar (Saur-
bær, Skarðsströnd, Meðalfels- (nú Fels-)strönd og
Hvamssveit). Enn auk þess átti liann þingmenn
utan og ofan til á Mírunum kringum Hitardal og
Svignaskarð. Sturla var þá nílega sáttur við Hrafn,
enn þegar Þorleifr í Görðum dó, munu hafa risið
aftur úfar með þeim út af Borgarfirði.
Á nesinu milli Breiðafjarðar og Faxaflóa var
mannaforráð Böðvars Þórðarsonar, bróður Sturlu,
og sona lians, þeirra er eptir lifðu, Sighvats og Guð-
mundar. Takmörkin að innanverðu eru nokkuð ó-
ljós, bæði að norðan og sunnan. Mun ríki þetla
ekki hafa náð lengra inn að norðan enn að Álfta-
firði. Á Narfeiri sat Snorri, sonur Páls prests Halls-
sonar (Eirar-Snorri), bræðrungur Vigfúss Gunnsteins-
sonar og öðrum og þriðja við Helgu, konu Sturlu
Þórðarsonar. Faðir hans hafði verið vinur Þórðar
Sturlusonar og Sturlu Sighvatssonar, enn um Snorra
er ekki víst, hvort hann um þessar mundir hneigð-
ist heldur undir Hrafn eða Sturlu Þórðarson. Fir-
ir innan hann, á Skógarströndinni, mun þingmanna-
rsveilin liafa verið mislit, sumir hallast að Sturlu