Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 16
10
Árni Thorsteinsson.
-vörðuna eptir því »Kriegersminde« og létu letra það
nafn á trévirkið, sem var utan um vörðuna1. En í
daglegu tali hélt varðan þó jafnan hinu gamla nafni
sínu »Skólavarða«, en ekki »Kriegersminde« eða
»Kriegersvarða«. Eptir því sem trén hrörnuðu um
vörðuna, tók hún að hrynja. Og þegar Árni Thor-
steinsson varð bæjarfógeti í Reykjavík, var hún lirun-
in í rústir. Það er fátt enn, sein gerir Reykjavík
verulega prýði, en færra var það á þeim árum, og
skemtistaðir voru þá eingir, —'nema veitingahusin —
og steinliús ekki önnur í bænum en dómkirkjan og
»stiptamtmannshúsið« (stjórnarráðshúsið), enda höfðu
þá eingir íslenzkir menn numið steinsmíði um langa
tíma. En um þessi ár settist Sverrir steinliöggvari
Runólfsson að í Reykjavík og gerðist til að taka
nokkuð á iðn sinni, þó að jafnan væri þá feingnir
útlendir smiðir til alls þess, sem sæta þótti nokkur-
um stórræðum, svo sem enn þykir brenna nokkuð
við. Skólavörðuna vildi nú Árni að bæjarmenn reistu
aptur úr rústum úr múrlímdum steini »bænum lil
prýðis og bæjarbúum til skemtunar«. En undir-
tektir við því urðu daufar, og ekki varð það að ráði,
að leggja neitt íé til þess úr bæjarsjóði. Var þá
leitað samskota meðal bæjarmanna 1865—1866, og
söfnuðust á þá leið alls 176 rd. og 72 sk., og var þá
tekið til að byggja upp vörðuna úr grjóti. En af
því að lítið fé var fyrir hendi, þótti ekki leggjandi
1) Pessi sögn er tekin hér eptir Geir kaupmanni Zoiiga, sem nú er
elztur lifandi nafnkendra manna, er fæddir eru í Reykjavík og hafa ver-
iö þar allan sinn aldur, og man liann þvi langt fram, nær 70 ára. Hann
segir og, að Krieger stiptamtmaður hafi sléttað mjög Arnarliólstún þaii
ár, sem hann var hér. Hann liafi og lagt af þann forna veg upp úr
Reykjavik, er lá yfir Arnarhólstúnið. og enn sér vallgrónar traðir cptir,
og þá liafi verið tekinn upp vegur sá, þar sein nú er Rankastræti og
Laugavegur er framliald af, og hafi þá um það leyti tekið að liyggjast
sunnanmegin Bankastrætis, og um þau ár (1835) liafi Bcrnhöft bakar
sezt þar að. — Kaupinenn voru annars fyrrum lika að lilaða liér í grend-
inni upp minnisvarða um sjálfa sig(!) »Vcllciusnunde« var nafn, sem um
tíma var sett á Skildinganesshólaþústina þá, sem næst er Rcykjavík.