Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 78
72
Dm upphaf
12(53. Enn ef sá konungur, sem sáttmálinn nefnir,
er Hákon háleggur, þá má sína fram á dæmi hvors-
tveggja bæði í tíð firirrennara hans og á íirstu ríkis-
árum hans sjálfs. Jeg lek það þegar fram hjer, að
jeg sje enga ástæðu til að binda »utanstefnur« eða
»utanstefningar« að eins við stefnur út af dómsmál-
um, eins og þeir gera Jón Sigurðsson og Einar Arn-
órsson, nje heldur við utanstefnur eða útboð til her-
þjónustu, eins og aðrir iiafa haldið fram1, heldur er
það mín skoðun, að þær grípi ifir hvortiveggja og í
einu orði ifir allar tilraunir af húlfu Iconungsvaldsins
til að þröngva alþíðumönnum með valdboði til utan-
farar án dóms og laga, í hvaða tilgangi sem þetta er
gert.
Firirrennarar Hákonar liálegs sendu ofttrúnaðar-
menn sína hingað svo sem til eftirlits eða í sjer-
stökum erindagjörðum, enn ekki höfðu þeir síslur
hjer á landi. Meðal þessara manna má telja Eind-
riða böggull (1271), Loðin lepp (1280—1281), Ólaf
Ragneiðarson (1287—1288). Enn 1293 var Pétr af
Eiði Guðleiksson norrænn maður skipaður ifir allan
Norðlendingafjórðung af konungi, og mun það ekki
hafa verið vinsælt, enda fór hann til Noregs næsta
ár (ísl. ann. 1293 og 1294; Laurenlius s. Bisk. I.
796—797). Árið 1279 segja annálar, að Loðinn af
Bakka hafi komið út með lögsögu og af Flateijar-
annál og Forna annál er svo að sjá, sem Eindriði
böggull hafi líka komið út með lögsögu það ár. Lík-
lega hefur Loðinn verið skipaður í stað Jóns lögmans,
sem þá var utan að undirbúa Jónsbók, enn Eindriði
Sturlu lögmanni ti! aðstoðar, því að hann var þá far-
inn að eldast og letjast. Um utanslefnur fírir daga
1) Sbr. Ríkisrjett. 178.