Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 40
34
Uni upphaf
haldið skattkröfunni á loft, jaínvel ekki í sínum eigin
sveitum og konungsins. Gerði liann því það, sem
hann hafði aldrei áður gert, að hann sendi beina
leið brjef til alþingis íslendinga um skattkröfur sínar.
Með þeim brjefum fóru tveir hirðmenn konungs, ívar
Arnljótarson og Páll línseyma, og komu þeir á þing,
sem ætlað var. Gizur jarl var á þingi. Lásu erind-
rekar brjef konungs, og var því misjafnt tekið. Flutli
jarl konungserindi, enn þó með öðru móti, enn á
brjefunum stóð. Enn Sunnlendingar, þeir sem mestir
vóru vinir jarls, mæltu á móti skattinum, og eins
»þeir sem komnir vóru austan iíir Þjórsácc. Lauk
svo, að ekkert gekk l'ram á þinginu og fóru þeir ívar
við erindisleisu á fund konungs sama sumar. »Var
það ætlun margra, að Sunnlendingar mundu ekki svo
djarflega hafa neilað skattinum, ef það hefði verið
þvert á móti jarls vilja«. Svo segir Hákonarsaga frá
þessu merkilega þingi,1 og er mein, að frásögnin er
ekki greinilegri, t. d. ekki sagt hverjir höfðingjar vóru
á þingi auk Gizurar. Líklegast þikir mjer, að engir
iiafi verið þar aðrir enn Gizur og menn úr hans sveil-
um, og Iíklega Sturla I5órðarson, lendur maður jarls.
Af orðum sögunnar má ráða, að fáir hafi verið úr
Rangárþingi, enda sjest það á því, sem el'tir fór. Um
undirtektir Sunnlendinga greinir sagan, enn Skagfirð-
ingar og Eifirðingar, sem áður höfðu svarið skatt á
dögum Þorgils skarða, munu hafa haft sig lítt frammi.
Af þingi reið Gizur jarl austur iíir ár með fjöl-
menni mikið. Var Loflr Hálfdanarson firir þeim og
Björn Sæmundarson. Á þessu sjest, að þessir menn
hafa ekki verið á þingi, enn Þórðr Andreasson var
í liði jarls, og hefur líklega verið með honum á þing-
1 Fms. X ‘J6-ÍI7.