Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 153
Fiskirannsóknir.
147
ýmiskonar kostnaður við sölu á fiski á Englandi og
ís. Skipið fór tvær ferðir til Hull, með fisk í ís og
nam kostnaðurinn við það 1350—1600 kr. í hvorri
ferð, eða alls nálægt 3000 kr. Verður því mánaðar-
kostnaðurinn alls nærri 9000 kr. eða 108000 kr. á
ári (300 kr. á dag). — Aflinn var alls (að meðtöld-
um 1740 kr. ágóða á ferðum til Borgarness) 91238
kr. virði, og voru um 1000 skpd. af lionum verkuð
í saltfisk, tveir farmar fluttir í ís til Hull og seldir
þar, og nokkuð selt nýtt í Reykjavík. — Eg gat þess í
skýrslu minni í fyrra, að útgerðarkostnaður á nýjum
botnvörpung, er kostaði um 150000 kr. mundi verða
um 9000 kr. á mánuði, fyrir utan salt og verkun og
út- og uppskipun. Sýnir ritgerðarkostnaðurinn á
»Marz«, að áætlun mín liafi í heildinni verið nærri
sanni, þó að einstakir liðir verði nokkuð ólíkir, því
vextir, ábyrgð, fyrning og kolaeyðsla verða hærri á
stærra og dýrara skipi og ef það aflar meira, hækka
einnig útgjöldin fyrir salt og verkun.
Viðvíkjandi yfirlitinu yfir útgerðarkostnað á kútt-
aranum og botnvörpungunum skal eg geta þess, að
allir liðirnir eru teknir óbreyttir úr reikningum sldp-
anna (þó er aurum slept), nema vextir af skipsverði
og fyrning. Vextirnir eru settir svipaðir því, sem vext-
ir af lánsfé hafa verið upp á síðkastið, en hærri en
vextir tíðkast af verðbréfum, en við það hefði og
mátt rniða. En hér eru lieldur ekki reiknaðir neinir
vextir af því fé, er útgerðarmenn mega oft leggja út
um tíma, eða af fé því, er liggur i ýmsum áhöldum,
er ekki heyra skipinu til, svo sem t.. d. veiðarfærum.
Kaupmenn telja sér í minnsta lagi (og rnargir útgerð-
armenn hér eru einmitt kaupmenn) 6°/o vexti af fé
því, er þeir liafa í veltu. Um fyrninguna get eg þess,
að hún er liér reiknuð 5°/o af upphæð þeirri er skip-
ið kostar nýtt, því það segir mér fróður maður, að
10*