Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 14
8
Árni Tborsteinsson.
góðir menn og hétu fjárframlögum. Gekk þetta svo
greitt, að félagið hafði bæði samþykt lög sín og kos-
ið sér stjórn hinn 15. December þá um veturinn.
Var Árni kosinn l'ormaður stjórnarinnar, og var það
leingi síðan1. Efldist félag þetta unnvörpum hin
næstu ár, bæði með »tombólum« og ríflegum gjöf-
um. Spítalinn var kominn á. En lnisið hafði gefið
Karl Franz Siemsen bróðir Eðvarðs, föður Franz sýslu-
inanns. Hafði það hús áður verið veitingahús og kall-
að »Skandinavia«, en nú er þar Hjálpræðisherinn.
Árni Thorsteinsson var einn af frumkvöðlum
þess, að Sparisjóður væri stofnaður í Reykjavík 1872
og einn af þeim, sem geingust undir ábyrgð á sjóðn-
um2. Hann var og þegar í öndverðu kosinn í stjórn
sjóðsins og var í henni jafnan síðan aðalmaðurinn, og
afgreiðsla sjóðsins í liúsi hans og undir liandarjaðri
hans, þar til Sparisjóðurinn komst í samband við
Landsbankann. Eru hér upptök sparisjóða landsins.
Síðla árs 18793 tóku sig saman nokkrir góðir
menn, prófessor Willard Fiske, sem þá var hér á
ferð, Árni Thorsteinsson, Sigurður gullsmiður Vigfús-
son o. 11., um að koma á félagsskap, bæði til þess að
rannsaka fornmenjar hér á landi, viðhalda þeim og
safna. Var þá stofnað Fornleifafélagið, sem síðan
hefir starfað mart nytsamlegt, og var Árni Thor-
steinsson kosinn forseti þess, og var það jafnan síð-
an, þar lil 1887, að hann færðist undan endurkosn-
ingu. 1904 á 25 ára afmæli félagsins var hann kos-
inn þar heiðursfélagi.
Árið 1876 ritaði Árni Tliorsteinsson langt og
rækilegt mál í »ísafold« um stofnun banka eða láns-
félaga liér á landi. Hneigðist hann sökum varfærni
1) Sbr. Pjóðóir XVI, 29-30.
2) Þjóðólfur XXIV, 87.
3) Boðsbréfið er (lagsett 27. Nóv. 1879.