Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 95
Þegnskylduvinna.
Þegar tillagan um þegnskylduvinnuna kom fram
á Alþingi 1903 voru miklar stjórnmálaerrur í landinu,
sem urðu mörgu þörfu máli lil mikils tjóns. Gilti
þetta einnig sum mál, er enginn ílokkságreiningur var
um á þingi. Eitt af þessum málum var þegnskyldu-
vinnan. En nú verður að treysta þvi, að reynzla
undanfarinna ára hafi kennt þjóðinni, hve rangt og
og skaðlegt það er, að hlása að þeim kolum, og gera
þau mál að pólitísku æsingaefni, er i eðli sinu hljóta
að standa fyrir utan það. í þessu trausti hreyfi eg
því enn við þegnskylduvinnunni og vona að nú, áð-
ur en næstu kosningar til Jiings fara fram, verði með
skynsemi og réttsýni skoðað, hvað mæli með og móti,
og að það verði einungis þær skoðanir, er skipa
mönnum með málinu eða móti því. Enn fremur ber
eg það traust til »Ungmennafélaga íslands« að þan
styðji drengilega að framgangi þegnskylduvinnunnar,
því að hún er í fylsta samræmi við stefnuskrá þeirra.
En ef ungmennin sjálf heitlust fyrir þegnskv., er mál-
inuborgið. Landstjórn, þing og alþýða, lilytu þá að
samþykkja liana og styrkja, ef ungmennin legðu ótil-
knúin hönd á plóginn og sýndu á þann hátt að þau
vildu vinna »a// fyrir Island«.
Eftir að tillagan um þegnskylduv. kom fram,
lékk hún þegar eindregna meðhaldsmenn og mótstöðu-
menn. I »Vestra« skrifaði hr. Kristinn Guðlaugsson