Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 49
konungsvalds á íslandi.
43
inga. Jafnframt vóru Oddaverjum gerð orð,1 að þeir
skildu ríða til þings með sinn liðsafla, og Þorvarðr
kafði lofað að koma. Þegar leið að alþingi, riðu
höfðingjar Vestfirðinga, Hrafn, Einar, Vigfús, Sturla
°g Sighvatr með fjölmenna flokka lil Þverárþings;
þar munu liafa verið samankomin minst sex hundr-
uð manna (— 720, sbr. Sturl.), og varð múgurinn
þar eftir, enn höfðingjarnir, og líklega nokkrir menn
'neð þeim, lijeldu áfram og urðu Hallvarði samferða
til alþingis.2 Að þessi aðferð var liöfð, leiðir beint
af því, sem sagt er að framan, að Vestfirðingar vildu
íirst vita, hvað jarlinn gerði; líka var það vænlegast
til friðar, að flokkarnir kæmi ekki upp á alþingi, og
hins vegar gátu höfðingjarnir fdlilega treist þinggrið-
nnum, þar sem þeir komu með sjálfum konungser-
indrekanum og stóðu undir verndarvæng hans. Þeg-
nr á þing kom, var Gizur þar firir með 8 hundr-
uð mans (960, sbr. Sturl.). Þorvarðr og Austfirð-
'ngar komu ekki til þings, og ekki heldur Oddaverj-
ur, hvernig sem á því slóð; líklega hefur Þorvarðr,
Þegar til kom, ekki þorað að treista loforðum Hall-
'’arðs, og Oddaverjar ekki trúað jarlinum; auk þess
var þeim sjálfsagt öllum nauðugt að játa skatti. Þá
Uiun first hafa verið gengið að því að sætta þá Giz-
Ur og Hrafn (sbr. Sturl.), og má telja víst, að Hall-
V í Hákonarsögu stendur »/)eír« sendu nienn« o. s. frv. og liggur
llaest, að )>þeir<i eigi við höfðingjana vestfirsku, enn liklega er það ekki al-
Ve8 nákvæmt. Auðvitað liefur Hallvarðr gengist firir þessu, enn þó lik-
Jega í samráði við Hrafn og við Vigfús, sem ef til vill hefur verið milli-
Köngumaður eins og áður.
2) Að bændainúgurinn liafi ekki komið til alþingis, sjest glögt á
Hakonars. Ef þeir hefðu farið þangað, þá hefðu þeir auðvitað svarið
^iðana þar enn ekki á Þverárþingi. Það er lika auðsjeð á Hákonars., að
jarlinn og hans menn leikast þar einir við, enn ekkert afráðið, sem sam-
þikki bændanna í hinum ljórðungunum þuriti til. Aftur er mjög líklcgt, aö
Murlunga liaíi rjett firir sjer í því, að höfðingjarnir liaíi allir verið á þingi,
■enda kemur það als ekki i bága við Hákonars., sein þegir um það atriði.