Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 60
54
Um upphaf
biskup þarfnaðist í'irir sig og stólinn, gegn því að
erkibiskup gerði sjer sama greiða á Finnmörk.
Að ágreiningur hafi verið um verslun erkibiskups
á íslandi, sjest og ljóslega á sáttargerð þeirri, sem
gerð var milli Magnúsar konungs og erkibiskups
í Björgvin 1. ágúst 1273. Þar er áskilið líkt og
var í hinum firri Ieifum, að erkibiskup megi senda
30 lestir mjöls á ári til íslands, þó þannig að
erkibiskupi sjálfum skuli ekki bannað firir það
að flitja íleiri hluti, enn fremur játar konungur
erkibiskupi »landaura«(!) eða toll1 af einu skipi
á hverju ári, sem kemur af íslandi til biskups-
dæmis lians, og loks lofar konungur, að erkibiskup
megi kaupa geirfálka, grávali og gáshauka.2 3 Þetta
hefði ekki verið telcið fram, ef ekki liefði þá þegar
verið ágreiningur um það. Sáttargerð þessi varð
að engu, sem kunnugt er, því að páfi vildi ekki
samþikkja hana óbreitta. Hefur þá konungur
talið sig lausan allra mála um þetta atriði sáttar-
gerðarinnar sem önnur, enda sjáum vjer á Árna
biskups sögu, að á dögum Eiríks Magnússonar (1284)
var ágreiningur um þetta sama milli erkistólsins
og konungs; kveðst Árni biskup »ekki annað þola
mundu, en Niðaróskirkja lijeldi sínu fornu frelsi
og fálkakaupum, llulningum brennisteins ogmjöls
og annara hluta«.8 Skálholtsstaður liafði og skip
í förum, og sjest, að konungar átöldu það, bæði
Magnús iagabætir og Eiríkur son hans, og 1285 var
1) í lat. frumritinu stendur vectigalia, í norsku þíðingunni nlandaurcm.
í þessu felst, aö ekki skuli lieimta toll (landaura) af skipi því er erki-
biskup haíi í förum.
2) Dipl, lsl. 11 104. NgL. 11. 420 (frumritið á latínu). NgL. 11 471—475
(þiðingin). Islenskir fálkar þóttu bestir til fuglveiða.
3) Bisk. 1 738-739.