Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 46
40
Um upphaf
kom, vildi Hrafn ekki fara til Þórsnesþings — líklega
af því að hann hefur ekki viljað heita skattinum, fir
enn víst væri um, hvað jarlshjeröðin gerðu í því efni
—- og var því hætt við eiðatökurnar á því þingi og
málinu skotið til alþingis.1
Nú greinast sögurnar. Sturlunga segir, að bæði
Gizur og Hrafn haíi fjölment mjög til alþingis. Hafi
Gizur als eigi haít minna enn átta hundruð (stór,=
960) manna með því sem hann tók upp firir sunnan,
enn Hrafn sex hundruð (=720), og með honum haíi
Hallvarðr riðið á þing og Einar Vatnsfirðingur og
Vigfús Gunnsteinsson og íleiri stórbændur. »Var á
því þingi svarinn skattur Hákoni konungi um allan
Norðlendingafjórðung og Sunnlendingafjórðung fírir
vestan Þjórsá; skattur var þá og svarinn um allan
Vestfirðingafjórðung«. Þá eru taldir þeir menn, sem
sóru skatt úr Norðlendingafjórðungi, 12 menn als,
firir hvert þing. Því næst segir svo: »TóIf menn
sóru og skatt úr Vestfirðingafjórðungi, og svo(o: sömu-
leiðis) Rangæingafjórðungi og Borgarfirði«, enn þeir
menn eru ekki nafngreindir. Loks er sagt, að Gizur
jarl og Hrafn hafi sætst á því þingi og veitt hvor
öðrum trigðir firir kirkjudirum á alþingi með handa-
bandi; liafi þeir verið þar við Sigvarðr biskup, Brandr
ábóti Jónsson, Sighvatr Böðvarsson og Sturla Þórð-
arson. »Höfðu nú þrír fjórðungar gengið undir skatt
við Hákon konung«.
Aflur á móti heldur Hákonars. þannig áfram
sögunni, þar sem fír var frá horfið:
»Drógu allir hinir stærstu menn saman flokka í
Vestfjörðum, er að leið þingstefnunni, og ætluðu að
fílgja konungs máli á alþingi. Þeir sendu menn á
2) Ilákonara, Fms. X 112—113.