Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 56
50
Um upphaf
reindist ónógur. Ifirgangur ofurmagnans heftist
ekki með orðum einum. Hjer á eftir verða nokkr-
ar líkur leiddar að því, að Gizur hafi átl góðan
þátt í, að þetta ákvæði var sett í sáttmálann.
Hjer í móti lofar konungur:
1. Að láta íslendinga ná friði og íslenskum lögum.
Firra atriðið, friðurinn, hefur víst verið mikið á-
hugamál alþíðu. Að vísu vóru lil ekki allfáir
einhleipir ribbaldar, sem lifðu á hernaði, leigðu
sig höfðingjum og frömdu rán og gripdeildir eftir
boði þeirra eða í blóra við þá, lílct og þeir vóru
Maga-Björn og Ásbjörn Guðmundsson. Enn hin-
ir munu þó liafa verið margfall íleiri, sem vóru
orðnir þreiltir og leiðir á hinum langvinna innan-
lands ófriði og þráðu friðinn af alliuga. Hákon-
arsaga segir, að Hákon konungur hafi mælt það
við Sturlu Sighvatsson, er hann var að lá hann
til að gangast firir sínu máli á íslandi, að »frið-
urinn mundi verða betri, ef einn rjeði mestucí.1
Líkum fortölum munu konungsmenn hafa beitt
um þessar mundir, og alþíða einna helst gengist
firir því. Merkilegt er, að hið firsta loforð kon-
ungs er um friðinn.
Þá lofar konungur að láta íslendinga ná ís-
lenskum lögum. Þetta gat þingheimur varla skilið
öðruvisi enn svo, að þeir ættu að fá að halda
hinum fornu lögum sínum, þessum lögum, sem
vóru eins kær og töm þjóðinni eins og matur og
drikkur, svo samgróin lííi hennar og landsháttum,
sköpuð af þjóðinni sjálfri eða tekin að erfðum
frá ómunatíð, árangur af margra alda lífsreinslu,
1) Fms. IX 435.