Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 29
konungsvalds á íslandi.
23
aðinu, þegar hann var þar staddur, enn liann sat
lengstum firir vestan, og hafði þá Þorleifr Þórðarson
forstöðu hjeraðsins með tilstirk hans. Þorgils Böð-
varsson náði þar ifirráðum í nafni Hákonar konungs
síð sumars 1252, enn það stóð ekki lengur enn til
jóla, því að þá varð Þorgils að hrökkva burt úr
hjeraðinu eftir Stafaholtsför og siðan tókst Þórðar-
mönnum að lialda þvi firir honum, og líkafirir Sturhi
Þórðarsini, er liann liafði sæst við Þorgils frænda
sinn. Hafði Sturla mikinn hug á hjeraðinu og gerði
bú first í Hitardal (1255) og síðan í Svignaskarði
(1256) til að vera nær. Mun hánn liafa náð nokkrum
þingmönnum í norðurhluta hjeraðsins, firir norðan
Hvitá,1 enn meira hefur honum varla orðið ágengt
gegn þeim Þorleiíi og Hrafni. Þorleifr rjeð auðvitað
einn sinu eigin mannaforráði firir sunnan Skarðsheiði
út á Akranes. Þorleifr dó seint á árinu 1257.2 Mun
Hrafn þá hafa tekið undir sig hjeraðið með góðu
samþikki bænda, og lá það því ekki laust firir, þegar
Gizur kom til.
1 Skagafirði vóru sinir Brands Kolbeinssonar
orðnir stálpaðir menn, er Gizur kom út, og munu
inargir hjeraðsbúar hafa haft hug á þeim til höfð-
ingja, því að þeir vóru af hinni gömlu skagfirsku
Ásbirningaætt, og lieldur viljað þjóna þeim en jarl-
inum. Þetta sjest á því, að árið 1259, þegar Gizur
hafði sest að í Skagafirði, sendi Þórðr Andreasson,
einn af Oddaverjum, brjef til þeirra, og vildi fá þá
til að gera samband við Oddaverja gegn jarli. Mundi
hann ekki hafa farið þess á leit, ef hann hefði ekki
vilað, að þar var veilt firir; segir Slurlunga og beinlinis,
1) Sbr. Slurl. Oxf. II 1%, 235 og 237.
2) ísl. ann. við það ár. Sbr. Sturl. Oxf. II. 237.