Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 43
konungsvalds á Tslandi.
37
Hallvarðr vissi — ef til vill hefur Hrafn bent
honum á það — að Sighvatr vildi alt til vinna, að
mál hans við Þorvarð fengi skaplegan enda, og hann
sjálfur sæmilegar bætur firir bróður sinn. Hins vegar
mun hann hafa rent grun í, að Þorvarðr mundi feg-
inn vilja þiggja sig í frið við Sighvát og viðkonung,
ef það tækist með góðu móti. Hann sá, að ef hann
gæti sætt þá Sighvat og Þorvarð, mundi það geta
orðið til þess, að hann næði tökum á þeim báðum.
Vjer vitum ekki glögt, hvernig hann kom þessu í
verk, enn vist er það, að Vigfús Gunnsteinsson, vinur
Hrafns, gekk á milli, og er því líklegt, að Hrafn haii
verið í ráðum með Hallvarði; sömuleiðis munu
Oddaverjar, mágar Þorvarðs, enn hinir stækustu
fjandmenn Gizurar, hafa stutt að þessu. Það vitum
vjer, að Vigfús fór austur að Keldum um haustið og
hitli þar Þorvarð hjá tengdamóður hans — sem var
föðursistir konu Vigfúsar — og mágfólki, hvort sem
þeir nú höfðu mælt sjer mót áður eða ekki, og var
Vigfús lengi með Þorvarði um veturinn. Þegar hann
kom aftur, liafði hann meðferðis sættarboð frá Þor-
varði til Sighvats og fjekk Sturlu til að hjálpa sjer
að draga saman sættina. Kom svo, að fundur var
ákveðinn milli þeirra Siglivats og Þorvarðs við Iðu1
nálægt Skálholti í dimbilvikunni (1262). Þegar að
fundardegi kom, reið Sighvatr heiman y>með leind,
svo að hvorki vissi það Gizur nje Hrafn«; sínir það,
að Vigfús hefur látið svo, sem Hrafn væri ekki í
þessum ráðum, því að það gat vakið tortriggni hjá
Sighvati. Enn á leiðinni kemur Sighvatr við í
Eeikjaholti og slást þeir Hallvai'ðr og Egill bóndi
0 í handritum og útgáfum Sturlungu (og þiðiugu Kálunds) stendur
1 en þaö er bersýnileg villa firir viö Iðu (eöa at löu).