Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 139
Fiskirannsóknir.
133
með lóð og botnvörpu á 80—100 fðm. dýpi, og jafn-
vel dýpra og hefir hún þá oft fengist, einkum á Eld-
eyjargrunni (Eldeyjarbanka), á 70 fðm. dýpi, í Jökul-
djúpi, á 70—90 fðm. (sumarið 190(5 eitthvað um 30
á íslenzka botnvörpungum), í Kolluál á 70—80 fðm.
og loksins i fyrra vor á 150 fðm. á lóð við Vestmann-
eyjar af innlendum mönnum, enda var það líka í
fyrsta skifti, að menn höfðu lagt lóð svo djúpt þar.
Þar sem menn sjá hana í fyrsta skifti, þykir hún
skrítin og merkileg og hafa ýmsir menn lýst henni
fyrir mér og verið forvitni á að vita, hvaða fislcur
þetta væri, því hún er alleinkennileg úllits: silfurgljá-
andi, með stórt horn eða gadd í fremri bakugga, stóra
eyrugga og kviðugga, munninn neðan á höfðinu, með
skaflkendum tönnum og langan anga aftur úr sporð-
ugganum,- Hún er brjóskfiskur, nokkuð skyld sköt-
unni, djúpfiskur, sem á heima víða um höf, en er
talin óæt, en lifrin er mjög stór og i'eit og brúkuð í
áburð á ýmislegt, likt og háfslifur sumsstaðar.
III. Ferð til Vestnianneyja og Vestfjarða.
1. Til Vestmanneyja fór eg 28. ágúsl og stóð þar
að eins við til hins 31. s. m. Tilgangur minn með
ferð þessari var fyrst og fremsl sá að grenslast eftir
því, livort nokkuð mundi bera á trémaðki í vélar-
bátum þeim, er látnir eru lljóta þar á höfninni all
vorið og sumarið og svo til þess að kynna mér ýmis-
legt viðvíkjandi vélarbáta útgerðinni þar og þar að
auki tala við menn þar út af því, að þar eru nú
íarnir að fást ýmsir fágætir fiskar, síðan farið var að
roa svo djúpt með lóð á vorin, á 150 fðm. dýpi og
Þar yfir. Bað eg formenn að hirða þá, ef þeir fengj-
ust, og láta náttúrugripasafnið njóta þeirra og tókn
þeir vel í það, og er þar sérstakur maður, Gísli Lár-