Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 106
100
Þegnskylduvinna.
hægt að beita því lagi að þeir geti sælt sig við, að
þeim sé bent á rétt vinnubrögð. Svörin verða alloft
þau, að eí' eigi líki við verkin, þá geti sá eða sá
gjarnan farið, aðrir muni þiggja þau átölulaust.
Menn vita sem er, að öllu brati er tekið með opnum
örmum.
Við þessar venjur og heimilislíf er svo æskutyð-
urinn alinn upp. Hann sér stjórnleysi, óhlýðni og
oi't takmarkalaust kæruleysi fyrir sér, og er ’auðsætl
hvaða afleiðingar þetta hlýtur að hafa fyrir uppeldið.
Og þótt foreldrar vilji reyna að ala sín eigin börn
vel upp, þá eru ofl sömu vandkvæðin, nema ef um
cinyrkjabúskap er að ræða. Börn hafa vanalega
næma réttlætistilfinningu, og þegar þeim er bannað
og bent á inargt, sein með öllu er látið óálalið hjá
hinum fullorðnu, lcemst inn misskilningur og kali hjá
þeim. Börnin álíta að foreldrarnir beiti þau rang-
indum og skoða það eigi rétt af sér að beygja sig
undir þau.
Mörgum þykir það mjög ískyggilegl, hve mikið
ágerist að menn yíirgeíi búskap frá góðum ástæðum.
Fólkseklunni er kcnl um, og er það rétt, að hún er
eríið. En harðar kreppir þó fólkshaldið að en fólks-
leysið.
En þó að núverandi ástand sé mjög athugavert, er
eigi hægl að skella skuldinni á húsbændur, verkalýð
né æskulýð. Orsökin er sú, að menningarþroski
þjóðarinnar hefir eigi aukist jafnhratt og ýmsar stór-
vægilegar breytingar hafa komist á, einkum að því
er atvinnuna snertir. En afleiðingin heflr orðið sú,
að stjórnleysi og agaleysi er á háustigi, aðónytjung-
urinn og dugnaðarmaðurinn bera oft jafnl frá borði,
sem drepur niður öllum áhuga, og að sorglegur mis-
brestur hefir orðið á uppeldi æskulýðsins. En þetta
er svo þýðingarmikið og viðsjárvert alriði, að eg bið
alla, er muna síðasta 40 ára tímabilið eða lengra, að