Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 10
4
Árni Thorsteinsson.
maður Stephensen landfógetaembættinu 1794—1795,
en þá varð landfógeti Páll Michael Finne 1795—1803
{d. 1804), og honum næst Rasmns Frydensberg 1803
—1812, teingdafaðir Finns prófessors Magnússonar.
Þá var íslenzkur maður landfógeti 1812—1828, Sig-
urður Thorgrímsen, sonur síra Björns á Setbergi, en
honum næstur kom Ragnar C. Ulstrup 1828—1830,
og Morten Hansen Tuede 1836—1838, og var hann
síðastur danskra landfógeta hér á landi, en á milli
hans og Ulstrups gegndi Jón Guðmundsson, síðasl
ritstjóri, landfógetastörfum um tíma (1836). Þá var
Stefán Gunnlaugsson landfógeti 1838—1849, og því næsl
Kristján Kristjánsson, síðast amtmaður, 1849—1851.
Var honum vikið frá embætti eptir þjóðfundinn.
Eptir hann varð Vihjálmur Finsen landfógeti 1852—
1860. Þá gegndi Hermann Jónsson embættinu, þar til
Arni Thorsteinsson tók við því 1861, og var Árni í em-
bætti þessu leingst allra landfógeta, og nokkrum mán-
uðum leingur en Skúli íógeti. Með láti Árna land-
fógeta var því ekki að eins lokið æíi góðs og merki-
legs manns, heldur má og kalla, að með honum liafi
horíið ein af stofnunum landsins, sem á sínum tíma
liafði mikla þýðingu.
II.
Arni Thorsteinsson er fæddur 5. Apríl 1828 á
Arnarstapa undir Jökli1. Var faðir hans nafnkendur
maður, Bjarni amtmaður og konferenzráð Þorsteins-
son, sá er elztur hefir orðið allra fyrirmanna hér á
landi á síðari tímum, og lézt í Reykjavík hálftíræð-
ur 1876. En faðir Bjarna og aíi Árna, var Þorsteinn
bóndi Steingrímsson, er fyrst bjó í Bólhraunum. Er
sá bær við sjó frarn austan til á Mýrdalssandi og
1) Ární landfógeti hét í liöfuöið á Árna stúdent syni Geirs biskups
Yidalins. Árni sá lézt vcstur í Baröastrandarsýslu 1834.