Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 116
110
Þegnskylduvinna.
það skiftir minstu, hvort þessar tekjur og gjöld fall-
ast í faðma eða eigi, því að auðsætt er, að landið
sjálft hlýtur að græða mjög rnikið á þegnskylduvinn-
unni, og það er aðalatriðið.
Ef þegnskv. kærnist alment á, er sjálfsagt að ein
eða fleiri aðalstöðvar væru í hverjum landsfjórðungi,
er l'ærðust sýslu úr sýslu eftir þvi, sem henta þætti
og jafnréttið krefði. Um fastastöðvar, er lramleiði
nýgræðing til útplöntunar, undirbúi kennara eða verk-
stjóraefni o. 11., ætla eg eigi að ræða að þessu sinni.
Fyrirkomulag býst eg við að verði líkt og við
vegavinnu, nema mikið betur vandað til alls. Land-
ið kostaði að öllu leyti kennara eða verkstjóra, legði
til tjöld, vinnuhesta, verlcfæri, áhöld, aðllutninga og
legði enn fremur öllum vinnendum til hæfilega fæðis-
peninga. En samkvæmt þvi, sem áður er sagt, virð-
ist ekkert athugavert, að því er fjármálahliðina snertir.
Þá verður loks að skoða, hvort þegnskylduvinn-
an er ranglát eða bygð á röngum grundvelli.
Þess ber vel að gæta, að þar sem föst þjóðfélags-
skipun er komin á, hefir þegnskylduvinnan komið
fram í ýmsum myndum, bæði fyr og siðar, urn allan
heim. í ýmsum löndurn kveður þó mest að heræf-
ingaskyldunni, enda er hún hún þung byrði í þeim
löndum, er hún stendur árum saman, og menn geta
auk þess búizt við því, yfir alt manndómsskeið æíi
sinnar, að vera kallaðir til æíinga og dvelja við þær
lengri eða skemri tíma. Þessir menn geta og búizt
við, nær sem vill, að vera kallaðir til hernaðar, þar
sem þeir mæta hinum mestu liörmungum og láta
jafnvel líf og blóð fyrir fósturjörð sína. Á síðustu
árum befir oss gefist kostur á því, að sjá hvað Jap-
anar leggja fúslega í sölurnar fyrir ættland sitt. Eigi
er heldur langt síðan vér fengum bókina »Svartfjalla-
synir« í íslenzkri þýðingu. Þá ágætis bók ættu allir