Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 143
Fiskirannsóknir.
137
brezka og aðra botnvörpunga, livort þar yrði mikið'
rúm eftir handa þeim, sem hún þó má álítast að
vera sérstaklega ætluð til afnota, o: Eyjamönnum sjálf-
um, og er vonandi að allir hlutaðeigendur verði þar
á verði gegn ásælni útlendinga.
Á liverjum bát eru 6 menn og lóðir alt að 60
strengir, með 70 önglum hver. Utgerðinni er oft
hagað þannig, að 6 menn eiga bátinn, leggja til hver
sinn mann á hann og skifta svo aflanum (og kostn-
aði) jafnt á milli sín. Eigi einn maður bátinn, fær
hann helming atlans. Svo vel aflaðist á vélarbáta
í Eyjunum veturinn 1907, að sumir borguðu bæði
sig og útgerðina.
Árið 1900 lögðu menn alment niður hin gömlu
skip sín í Eyjunum og fengu sér skip með færeysku
lagi. Nú eru þau ílest líka lögð niður, og ganga
fljótt úr sér. Er teitt að sjá að svo mörg góð og ný
skip skuli verða svo sem að engu. Það eru margir
peningar sem í þeim liggja, auk verðsins sem í vél-
arbátunum liggur, og sýnir það, að Vestmanneyingar
liafa ekki lagt lílið í sölurnar fyrir að lcoma sér upp
þeim skipum, sem þeir álitu sér nauðsynleg og er
óskandi að þeir tapi ekki á skiftunum.
Meðan eg stóð við í Eyjunum reru aðeins 2
vélarbátar hvorn dag. Til þess að gefa hugmynd
um hvað aílast við Eyjarnar á sumrin, þegar »svo
sem ekkert er um að vera«, skal eg skýra frá afla
annars hátsins, sem reri seinni daginn. Atlinn var:
eitthvað um 100 miðlungs og smákeilur, 40 löngur
stórar, miðlungs og smáar, 20 lúður og 20 skötur,
stórar og smáar, fáeinir þorslcar og stútungar og 2
steinbítar, alls 200 á slcip. Þetta var á 45 fðm. dýpi
skamt frá Smáeyjum. Lögð lóð úr 3 bjóðum. Bát-
arnir, sem reru fyrri daginn, öfluðu samskonar fisk
i líkum hlutföllum og aule þess nokkuð af ýsu, lýsu
og stór-ufsa, á 50 fðm. dýpi við Suðurey. Þetta er