Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 31
konungsvalds á íslandi.
25
sem Gizur kom út. Þessar sveitir lágu þá ekki
heldur lausar firir.
Aftur á móti bendir alt til þess, að jarlinn liali
haft eindregið fdgi allrar alþíðu á hinum fornu ætt-
stöðvum sínum í Arnesþingi og jafnvel í Kjalarnes-
jiingi,1 og' þær einar sveitir munu hafa verið einlæg-
ar í trúnaði sínum við Gizur.
Utan hjeraða Gizurar var höfðingjaskipunin, sem
nú skal greina.
í Vestíirðingafjórðungi var Hrafn öddsson lang-
ríkastur. Hann var kvæntur Þuríði Sturludóttur Sig-
hvatssonar hinni skilgetnu;2 hróðir hennar Jón hafði
erft mannaforráð föður síns í Dölum,3 enn hann dó
árið 1254;4 var þá kona Hrafns rjettur erfingi hans
og komst Hrafn þannig að því mannaforráði og að
Sauðafelli, enn þar sat hann oftast. í Vestfjörðum
vestan til átti hann goðorð móðurfrænda sinna Sei-
dæla, í Arnarfirði og þar í kring; í norðurfjörðunum
átli að vísu Einar Þorvaldsson, dóttursonur Snorra
fróða, hið gamla goðorð Vatnsíirðinga, og Vigfús
Gunnsteinsson, er first bjó í Garpsdal og síðar á
Breiðabólstað (nú Stað) á Reikjanesi, hal’ði manna-
forráð við Gilsfjörð norðanverðan, og jafnvel norður
á Strandir,5 hvernig sem á því stendur. Enn báðir
þessir menn vóru í tengdum við Hraln, Einar þre-
lj Sumir af hinum díggustu filgdarmönnum Gizurar, svo sem Ólafr
‘Svartsson frá Esjubergi og Páll Hvalnesingur í>or,= teinsson, vóru úr Kjal-
Brnesþingi. Einar bóndi Oddsson í Göröum á Álftanesi var og vinur
Gizurar (Sturi. Oxf, 11 261), og íleiri mætti til greina.
2) Slurla átti aöra dóttur óskilgetna með sama nafni, er var gift Eyj-
ofsa Porsteinssini, vini Ilrafns, þeim er íjell á Pveráreirum,
3) Sturl. Oxf. 11 80.
4) Sturl. Oxf. 11 179.
3) Vigfús er beinl talinn meö liöfðingjum í Sturl. Oxf. 11 186 nmgr. 5.
mannaforráð lians liaíi náð norður á Strandir, virðist mega ráða af
^turl. Qxf 11 252.