Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 51
konungsvalds á íslandi.
45
i'áði við Hallvarð. Skjalið birjar þannig: »Það var
sammæli bænda íirir norðan land og sunnan«. Sjest
á því, að lögrjettan vildi ekki í þessu máli grípa
fvam íirir hendurnar á hinum fjórðungunum, sem
þar áttu enga fulltrúa, eða lofa neinu, sem þá snerti,
þó að þeir í rauninni liefðu haft rjetl til þess, þar
sem lögrjettan var löglega skipuð. Af þessari firir-
sögn leiðir, að allar skuldbindingar bamda í sáttmál-
anum ogifirhöfuð öll þau ákvœði hans, þar sem bœndnr
beila einhverjn i firslu persónu, eiga að eins við þá, sem
játa og sverja, og þeirra hjeröð ein. Enn það úlilokar
ekki, að það, sem konungur lieitir í mót, taki til als
landsins. Þá fóru fram eiðarnir, eflaust í lögrjettunni
sjálfri (sbr. Hákonars.). Gengu tii eiða 3 hændur úr
hverju þingi í Norðlendingafjórðungi, og eflaust jafn-
margir úr hvoru þeirra tveggja þinga í Sunniend-
higafjórðungi, sem fulltrúa áttu í iögrjettu, (Kjalar-
^esþingi og Árnesþingi), als 12 úr Norðlendingafjórð-
migi og6 úr Sunnlendingafjórðungi; sóru þeir »Hákoni
konungi og Magnúsi land og þegna og ævinlegan
skatl með slílcri skipan, sem nú erum vjer ásáttir orðn-
*r og máldagabrjef vort vottar«, eftir því sem stendur
* eiðstaf þeim, sem enn er til, og sáttmálanum fllgir.
Ekki er þess gelið, að jarl hafi svarið. Hefur lílc-
'ega jarlseiður sá, sem hann licfur unnið konungi
1258, þótt nægja.
Að því húnu riðu þeir Hallvarðr og höfðingjarnir
vestíirsku af þinginu vestur til Þverárþings, og Sig-
varður hiskup, landi Hallvarðs, með þeim. Hefur
Hallvarði ekki þótt vanþörf á að liafa aðstoð klerka-
valdsins við Vestfirðinga. Enn jarl reið austur í
Eaugardal, og lijelt þar saman flokkunum uin liríð,
al liverju, segir sagan ekki. Muncli hefur getið þess