Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 15
Árni Tliorsteinsson.
9»
heldur að lánsfélagi, en hélt þó eingu fast fram,
heldur skýrði málið. Urðu þær greinar án efa til
þess, að menn tóku að vakna til áhuga um þetta
efni, og leiddi það lil þess, að stjórnin lagði fyrir
Alþingi 1881 frumvarp lil laga um stofnun lánsfélags
fyrir eigendur fasteigna i landinu. En á sama þing-
inu bar Jón háyfirdómari Pétursson upp frumvarp
um að stofna banka hér á landi. Gi'eindust menn
því bæði þá og á næstu þingum (1883 og 1885) um
stofnun banka og lánsfélags. En því máli lauk svo,
sem kunnugt er, að bankastofnun með óinnleysan-
legum seðluin varð ofan á (Landsbankinn). Þau eru
upptök banka á landi hér.
Af öllum þeim fyrirtækjum, sem Árni Thorsteins-
son var við riðinn, er ekkert, sem lýsi einkennum
lians betur en afskipti hans af bygging Skólavörð-
unnar: fara að sínum munum og gera það, sem gert
var, þegjandi og umyrðalaust.
Meðan latínuskóli stóð í Skálliolti — eða að
minsta kosti urn langa hríð — liöfðu skólapiltar
haldið þar við vörðu sér til gamans, er kölluð var
Skólavarða, og mun þar enn mega sjá merki hennar.
Þegar Skálholtsskóli var fluttur til Reykjavíkur 1785
tóku skólapiltar þar upp hinn fyrra háttinn, er hafð-
ur liafði verið í Skálholti, og hlóðu sér vörðu hæst
á Þingholtinu fyrir ofan Reykjavík, andspænis skóla-
húsinu, sem stóð á Hólavelli vestan tjarnar, svo að
hvað blasti við öðru, varðan og skólinn. Eptir að
Hólavallarskóli var fluttur að Ressastöðum 1805 læt-
ur að líkindum, að lílt hafi verið hirt um vörðu
skólapiltanna á Þingholti, og fara eingar sögur af
henni fyrri en í tíð Kriegers stiptamtmauns (1829—
1836), að þá var hún hlaðin upp og studd trégrind
utan. Voru það kaupmenn bæjarins, er geingust fyr-
>r því. Gerðu þeir það til sæmdar Krieger stiptamt-
manni og til minningar um hann. Nefndu þeir þá