Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 13
Árni Thorsteinsson.
7
bót, 1874 á þjóðhátíðinni riddarakrossi dannebrogs-
orðunnar, 1895 heiðursmerki dannebrogsmanna og
kommandörkrossi dannebrogsorðunnar 1904, þegar
liann sagði af sér. En orður þessar bar hann ekki
að óþörfu, og kansellíráðsnafnbótinni sagði bann
af sér.
Hann andaðist að heimili sinu í Reykjavík 29.
Nóvember 1907 eptir langvinnan krankleika, en liafði
annars alla æfi verið liraustur maður og ókvelli-
sjúkur.
Á 17. öld liöfðu verið stofnaðir hér á landi spít-
alar i liverjum fjórðungi landsins og til þess lagðar
jarðir (Hörgsland, Kallaðarnes, Klausturbólar, Gufu-
nes, Hallbjarnareyri, Möðrufell). Voru þeir einkum
ætlaðir holdsveikum, en voru optast lítt baldnir og
aðbúð öll þar bin báglegasta. Þó að læknaskipan
kæmist hér í nj'tt liorf um 1760, þegar landlæknis-
embættið var stofnað, skipaðist þó lítið til batnaðar
um hina gömlu spítalana, og loks hurfu þeir með
öllu, og kom ekki í þeirra stað, þó að jarðirnar héldu
áíram að vera spítalajarðir og afgjald þeirra og spíl-
alahlutir greiddust í liinn svo nefnda Spítalasjóð
(læknasjóð), sem síðar rann inn í landssjóð. Og
ástandið í Reykjavík var svo, þegar Árni Thorsteins-
son varð þar bæjaríógeti, að þar var ekkert sjúkra-
hús til, þrátt fyrir allan áhuga Jóns landlæknis Hjalta-
líns á öllu, er snertir læknaskipan og læknishjálpir
landinu. En nú gerðist Árni Thorsteinsson frum-
kvöðull að því, að þessi nauðsynjastofnun kæmist á.
Á fæðingardag Friðriks konungs VII. hinn 6.
Okt. 1863 áttu nokkrir embættismenn og kaupmenn
Reykjavíkurbæjar fund með sér fyrir forgaungu Árna
bæjarfógeta, og bar hann þá fram þá tillögu, að
menn tæki sig saman og geingi í félagsskap til þess
að stofna sjúkraliús i bænum. Fékk sú tillaga hinn
hezta byr og gcingu strax í þann félagsskap ýmsir