Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 20
14
Árni Thorsteinsson.
ups. Út úr síðustu aldamótum liafði verið kraflzt
skýrslna um leiguliðaábúð úr öllu landinu og lágu
skýrslur þessar fyrir aukaþinginu 1902. í skýrslum
þessum var, eins og vita má, landsdrottnunum borin
5'mislega sagan, og þeim ekki öllum sungin dýrð né
dásemd, en í skýrslunum úr Árnessýslu var lokið
sérstaklega lofsorði á Árna landfógeta fyrir það,
hversu lionum færist við leiguliða sína. Ábúendur
Skálholts lét hann meðal annars fá 100 kr. fyrir
hverja dagsláttu, er þeir sléttuðu, gegn endurgreiðslu
í eptirgjaldinu með fjórum af hundraði.
Árni landfógeti hafði milda og góða þekkingu á
inörgum gagnlegum hlutum; var hygginn maður
og hagsýnn, og alt það, sem eptir hann liggur, hníg-
ur að einliverjum nytsamlegum efnum. Frjálslyndur
var hann i skoðunum, en hóílegur og varfærinn og
gætti sanngirni í hvívetna. Forsetastörf á Alþingi
fóru honum vel og stilti hann fundarstjórn hagan-
lega til liófs með lægni. Hinnar sömu lægni og hóf-
semdar gætti og í öðrum þingstörfum hans. Hann var
smekkmaður góður. Dulur maður var hann og ekki
hlutsamur, fornbýll og sótti lítið á fund annara, ljúf-
menni heim að sækja, smákýminn græskulaust og
notalega gamansamur í viðkynningu. Kunni þó vel að
halda virðing sinni og láta ekki á sig ganga um það,
sem hann ætlaði sér. En maður var hann hinn frið-
samasti. Allra manna var hann tryggaslur, þar sem
hann tók því, og ógleymanlegar voru honum æsku-
stöðvar sinar. Heimilisfaðir og húsbóndi var hann
með afbrigðum. Mikill maður vexti og gervilegur,
— og svipaði mjög um það í móðurkyn —, prúður
maður og yfirlætislaus, reglufastur í öllu, stórum
merkur til orða og verka, og mátti ekki vamm sitt
vita.
18(51 kvæntist Árni og gekk að eiga Sofíu dóttur
Hannesar kaupmanns Johnsens Steingrímssonar bisk-