Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 125
Fiskirannsóknir.
119
geti staðið yíir fram i miðjan ágúst, að minsta kosti,
og það mætti fljótt fá að vita, ef haldið væri áfram
veiðum fram til loka þess mánaðar á lirygningarsvæð-
inu. — Að síldin gjóti hér á því dýpi, sem hún er
veidd á með rennandi hrognum, má álíta fullvist, þ.
e. á 50—70 fðm. dýpi eða dýpra.
Fyrir góðfúslega hjálp Stefáns Th. Jónssonar
konsúls á Seyðislirði fékk eg töluvert af stórri haf-
sild (32—3(5 cm.) frá Austurlandi til skoðunar. Hún
var veidd 4. sept. 1907 á Gunnólfsvikurílóa (við
Fanganes). Æxlunarfæri þeirra voru farin að þrosk-
ast nokkuð, 13—17 cm. löng og alt að 2,5 cm. breið,
þar sem þau voru stærst,1 svo að auðséð var að langt
var síðan að hún hafði hrygnt (líldega um vorið), og
voru þau nú farin að vaxa á ný. — í stórri síld,
sem veidd var um sama leyti (7. sept.) úti fyrir ísa-
fjarðardjúpi, voru æxlunarfærin alveg óþroskuð, hún
hafði gotið fyrir alls ekki löngu (í júlí?). — Ástand
síldarinnar frá Gunnólfsvík kemur vel lieim við þá
kcymingu, að síldin hrygni ekki við Norður- og
Austurland á sumrin (og því síður á veturna sbr.
Skýrsla 1905, bls. 123.)
Eg gat þess í skýrslunni 1905, hls. 124 að síld
sem er æxlunarfær, sé í minsta Iagi 30 cm. löng, en
að æxlunarfæri séu þó nokkuð verulega þroskuð í
26 cm. langri síld, eða þaðan af stærri, en að eg liafi
séð votta fyrir æxlunarfærum í 21—23 cm. langri síld,
á þeirri stærð fari þau fyrst að myndast. Við
rannsóknir mínar síðan hefir það komið í ljós, að
1) Slærðin á fiiUþroskuðum hrognum og sviljum í hlutfnlli við stærð
siidarinnar heíir mér reynst á sumarsild úr Faxallóa:
Lengd fisksins. Svil Hrogn
lengd cm. breidd cm. lengd cm. breidd cm.
26—30 cm. 12,5-15 2,0-2,8 12-13 2,0-3,3
31—36 — 16—19,5 3,1—4,0 17,5-21 3,2—4,1