Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 124
118
Fiskirannsóknir.
vorsíldarinnar, o: síldarinnar, er hrygnir að vorinu,
byrji einhvern tíma, helzt seint, í marz og að hann
sé á enda í apríllolc eða snemma í maí.1
í sumar er leið voru 3 skip frá Reyltjavík á rek-
netaveiðum á svæðinu frá Reykjanesi til Breiðafjarð-
ar og stóð til að þau yrðu við þá veiði til júlí loka.
Það var því gott tækifæri fyrir mig að fá ileiri upp-
lýsingar urn hrygningu sumarsíldarinnar á því svæði
en eg hafði getað fengið áður, því að sumarið 190(5
hættu skipin, er þá gengu, veiðum 7. eða 8. júlí, svo
að þá sást að eins einstaka síld, er var útgotin (5.
júlí og eg gat enda ekki vitað með vissu, hvort hún
væri ný-útgotin, eða hefði gotið um vorið. Nú fékk
eg að sjá nóg af síld fram til 17. júlí og átti eg það
að þakka góðvild þeirra Jóh. Nordals íshúsvarðar og
Jóns Bergsveinssonar, þess er var við sildarveiðar
með Hollendingum, (í þetta skifti á »HaraIdi«). —
Innan um síld, er var veitt 8.—9. júlí á utanverðum
Flóanum (á »Köntunum«) á »Kristjáni« voru sumar
ný-útgotnar, cn sumar komnar nærri gotum, og af
síld, sem varveidd á »Haraldi« 15. júlí í Jökuldjúpi
og 17. júlí á Köntunum, voru nokkrar ný-úthrygndar,
aðrar að hrygna (hrognin hálftæmd) og margar
komnar að lirygningu. Sagði Jón mér, að báða þá
daga hefðu hrognin runnið úr síldinni, þegar hún
kom upp úr sjónum. — Skipin hættu reyndar veið-
um eftir þetta, (og fyrr en til stóð), en nú var eg líka
búinn að la fulla vitneskju um, hvenær sumarsíldin
byrjar að hrygna. Af því, sem sagt er hér að framan,
sést það, að hrygningin bgrjar í fyrsta lagi snemma
í júlí og er byrjuð fyrir fult og alt um miðjan mán-
uðinn, en eftir þroskunarstigi hrogna og svilja í þeim,
sem ógotnar voru 17. júlí, má álita, að lirygningin
1) Eina síld (svilfisk) hefi eg fundiö komna að gotum 15. mai. Ann-
ars hefi eg aldrei fundið neitt það, er bendi á, að sildin hrygni í maí
(að ef til vill fyrstu dögunum undanskildum) og í júní.