Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 57
konungsvalds á íslandi.
51
þessum lögum, sem vísindamenn vorra líma
telja snildarlegust af lögum allra germanskra
þjóða; þessi lög, sem á síðustu árum liöfðu verið
fótum troðin af ofstopafullum höfðingjum og ó-
friðarseggjum, þau áttu nú að rísa á ní sem end-
urborin og gróa og dafna í skjóli konungsvaldsins
og friðarins. Hin forna stjórnarskipun átti að
haldast, lögrjettan átti eftir sem áður að hal'a
löggjafarvaldið, lögsögumaður, kosinn af lögrjettu,
átti að segja lög og stjórna lögrjettunni, dómarnir
á vorþingunum og fjórðungsdómar og fimtardómur
á alþingi áttu að hafa dómsvaldið, o. s. frv. Alt
þetla vóru þá »Iög« á íslandi. Enn hvernig fór?
Hin íslensku lög hjeldust enn nokkur ár, — til
ársins 1271. Lögrjettan, lögsögumennirnir og dóm-
arnir hjeldu áfram störfum sínum.1 Enn kon-
ungsvaldið l’ann brátt til þess, að sá stakkur, sem
hin fornu lög sniðu því, var þvi of þröngur, og
með aðstoð höfðingjanna og klerkavaldsins tókst
því á árunum 1271—1273 að fá samþikta lögbók,
sem í ílestu var sniðin eftir norskum lögum, lagði
dómsvaldið undir lögrjettu og að nokkru undir em-
bættismenn (lögmenn og valdsmenn með með-
1) Vjer vitum þó ekki glögt nema um eina lögrjettusainþikt fráþess-
llm tímum, þá sem leickli í lög þingfararbálk Járnsiöu og það annað af henni
Sem samþikt var 1271, þvi að samþiktirnar um linifaburð og Ijóstoll o, 11.,
sem heimfærðar eru til ársins 1265 og prentaðar á bls. 5—19 í Dipl. lsl. 11,
lljSg jeg vera frá dögum Magnúsar minni skjaldar. Enn vistmátelja, að
,ögijettan liafi haldið áfram að velja lögsögumanninn og hann tram-
kvaeint sín gömlu störl' (sbr, Safn t. s. Isl. 11 36). Einn alþingisdómur er
enn til frá árinu 1270 um eignir Oddastaðar og segir svo í niðurlagi lians:
»Pessir vóru dómssögu váttar, þá (erj alþingisdómr dœmdi þessar eignircc.
þessi orðtök alveg í anda hinna fornu laga, og sina, að þetta var
daunt i fjórðungsdómi (= alþingisdómi, sbr. Grág. Kb. 1101,105,124. Stlib.
198). Um dómsöguvátta (eða dómsuppsöguvátta) sjá Grág. Iíb. I 85 og
209—210. Stlib.28!. Dómurinn er prentaður i Dipl. ísl. 11 86—88, sbr. Bisk. 1
(,85. Dómsuppsöguvottar koma ekki firir i norskum lögbókum. Líklega
er þetta eini clómurinn, dæmdur að fornum íslenskum lögum, sem nú
er til.
4