Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 69
konungsvalds á íslandi.
63
lijer eiða í frásögnina i Sturlungu, og birjar sagan
ekki aftur eftir eiðuna fir enn að liðnu alþingi 1204.
^ar segir svo: »Það er nú þessu næst, að Þórðr
Andreasson reið auslur uni ár afþingi, og skildu þeir
Gizur jarl skipulega í það sinn á þingi. Reið Pórðr
þá austur á Yöllu1) til bús síns og var það þó
lítið bú að því, sein fir hafði verið«. Af þessu
virðist mega ráða tvent: first það, að Þórðr hali
komið lieim eftir nokkuð langa fjarveru frá búi sínu,
annað það, að sagan hafi áður greint einhverja eðli-
lega orsök til búsþurðarins. Alt verður eðlilegt og
orsakasamband viðburðanna einn óslitinn þráður,
ef vjer spáum því í eiðuna, að Gizur hafi farið her-
ferð á Rangárvöllu 12(53, setst í liú Þórðar eða rænt
þar (og ef til vill víðar, eins og hann gerði 1259),
kúgað Oddaverja til hlíðni og látið þá sverja slcatt-
inn, og loks tekið Þórð með sjer norður og haft
hann lijá sjer i gislingu um veturinn og ekki slept
honum fir enn á alþingi, þegar þeir skildu og Þórðr
fór lieim; þar tekur við frásögnin eftir eiðutia í
Sturlungu. Hvort svardagar Oddaverja hafa farið
fram á þingi (og þá eftir aðförina) eða heima í hjer-
aði þeirra, er óráðin gáta. Enn enginn eíi getur verið
á því, að Gizur hali látið þá sverja sama eiðstaf og
svarinn var á þingi árið áður af lians mönnum, og
að hinum sama sáttmála, þar sem þeir heirðu undir
sama ríki, jarlsríkið.
Hallvarðr mun hafa setið hjá viðskiftum Odda-
verja og Gizurar, ef þau vóru ekki um garð gengin,
þegar liann kom úl, enda var það viturlegt al' hon-
uni, ]iví að þeir vóru í mægðum við Þorvarð Þór-
l) Það eru Stóruvellir, sem nú eru kallaðir, i Landmannalirepp
^ór. fjarða og kirknatalið, sem prentað cr íslandslisingu Iíálunds, II bls..
386). Þar átti Þórðr bú.