Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 101
Pegn skylduvinn a.
95
anna, að kenna oss stórþjóðunum og sýna oss verð-
mæti þess, er oss hefir aldrei til hugar komið. Nú
erum vér að bagsa með þessa hervarnarskyldu og
hervæðumst eins og vér getum, til þess að myrða
hvorir aðra og leggja löndin í auðn. Og' svo lcemur
einhver minsta þjóðin og kennir oss, hvernig vér eig-
um að bæta og yrkja upp löndin og kenna mönnum
að vinna, en jafnframt að stjórna og hlýða og annað
það er lærist með hervarnarskyldunni. Er það eigi
stórmerkilegt? En eg þagði og skammaðist mín með
sjálfum mér, því að eg vissi, hve langt í land hug-
myndin myndi eiga hjá oss.
Og svo liélt háskólakennarinn áfram eitthvað á
þessa leið.
En þótt eg sé svarinn óvinur styijaldanna og
mér sé illa við landvarnarskylduna og hún eyði jafn-
aðarlega þremur dýnnætustu árum ungmenna vorra,
þá verð eg þó að viðurkenna, að liún er bezti lýð-
skólinn vor enn sem komið er. Hún styrkir oss á
sál og líkama, kennir oss að skipa og hlýða, og
kennir oss að vér verðum, ef því er að skifta, að
leggja líf og eignir í sölurnar fyrir föðurlandið; því
að á meðan þessi lieröld stendur, verðum vér að vera
við öllu búnir. I5ó dái eg meira landvörn Sviss-
lendinga, því að þótt hún sé nolckrum skyldum liáð,
hvílir hún aðallega á frjálsum samtökum. Eða haíið
þér eigi heyrt skothríðina dynja hér og þar á hverjum
sunnudegi, þegar ungmenni þessa lands koma saman
af frjálsum vilja lil að temja sér skotíimi. Og fyrir
þetta eru Svisslendingar orðnir frægustu skotmenn
heimsins.
En viðleitni vor þarf að beinast í aðra átt. Vér
verðum að heija landvarnir gegn náttúrunni og yrkja
upp löndin. Og ])að er nú farið að bóla á þessu
hingað og þangað. Þér munið eftir trjáræktardegi
Ameríkumanna, og einhversstaðar í Rúmeníu lieílr