Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 113
Þegnskyld u vi n n a.
107
sumir ruddalegir eða þá vingulslegir, margir sóða-
lengnir og jai'nvel sumir með his, eða annan óþrifn-
að. En þegar þeir liefðu lokið varnarskyldunni, þá
væru þeir alt aðrir menn. »Þá væru þeir«, sagði
hann, »írjálsmannlegir, snyrtilegir og háttprúðir, og
hafa fengið hinn mesta viðbjóð á óþrifnaði og rudda-
skap. Og þegar þeir svo lcoma heim til sín, þola
þeir eigi óþrifnaðinn. Og svona gengur það koll af
kolli. Það er því eigi sízt varnarskyldunni að þaklca
framfarirnar i þrifnaði og háttprýði«.
En liið sama verður sagt um þegnskylduvinnuna,
ef rétt er áhaldið.
Eg treysti því, að við sanngjarna athugun játi
nú allir að þörf sé á þegnskylduvinnunni, og þeirri
lýðmentun, sem hún á að veita. Enn fremur að þeir
. sjái berlega liina miklu kosti hennar í verklega stefnu.
Með aðstoð liennar ræktast mikið fyr en ella liinir
beztu staðir landsins. Þannig lijálpar hún til að færa
bygðina saman í sveitunum, sem er eitt afþýðingar-
mestu menningarskilyrðum þjóðarinnar, og lirindir
nuk þess margs konar meiri háttar fyrirtækjum áfram.
Þá liggur næst fyrir að atliuga, hvort þegnslcyldu-
vinnan sé framkvæmanleg.
Fyrirkomulaginu má liaga margvíslega, og er bezl
að reynzlan skeri úr því, livað hentast er. Eg vil
þó benda á það, sem einkum lieíir vakað fyrir mér.
Tíminn skiftist í 3 X 8 klukkustundir í sólar-
hring, er notist þannig:
Til vinnu gangi 8 stundir. Áherzla einkum lögð
á reglubundna stjórn og lipra tilsögn, hagkvæm verk-
feri, rétt handtök, góða ástundun og hæfileganröskleika.
Til líkamsæfmga gangi 2 stundir. Áherzla lögð
á sund, sein allir læri. Fyrsta starfið við hverja aðal-
vinnustöð sé að útbúa gott sundstæði. Má eigi dvelja
lengdar nema þar sem það er framkvæmanlegl.