Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 36
30
Ura upphaf
Um sumarið eftir reið jarl til alþingis. Þórðr
Andreasson var á þingi af hálfu Oddaverja með mikla
sveit manna; vóru dilgjur með þeim jarli. Hrafn
Oddsson ltom ekki til þings; mun ekki hafa treist
jarlinum. Aftur á móti vóru þeir Sturla Þórðarson
og Sighvatr Böðvarsson á þingi. Er svo að sjá,
sem orðsendingar liafi farið milli þeirra og jarlsins
firir þingið, þó að Sturlunga segi ekki frá því fir enn
síðar (Sturl. Oxf. II. 258: höjðu vingjarnleg orð milli
/aril þar um sumaritj, Hefur jarl viljað fá liðveislu
þeirra móti Hrafni og Oddaverjum og heitið á móti
því sem hann vissi, að þeim frændum var helst hug-
leikið, Sighvati að stiðja hann lil bróðurhefndanna,
enn Sturlu að veita honum Borgarfjörð. Víst er, að
þeir báðir gerðust jarli handgengnir á þinginu, og er
beint sagt, að Gizur hafi heilið þeim liðveislu til
hefnda eftir Þorgils, og sótti Sighvatr Þorvarð til
fullrar sektar á þinginu og fleiri menn, sem verið
höl'ðu að vígi Þorgils.1 Ekki sjest, að jarlinn hafi
haft fram neinar sakir af konungs hálfu á hendur
Þorvarði firir dráp hirðmannanna, og bendir það til,
að hann hafi ckki enn viljað ganga í berhögg við
hann. Ekki þorði hann heldur að ráða áOddaverja
á þinginu, hefur líklega ekki haft liðsafla til þess, enn
lílcur eru til, að þá þegar hafi verið ráðin aðför sú,
er Gizur gerði síðar um sumarið að Rangvellingum,
og að Gizur liaíi fengið Sturlu til að heita sjer fílgd
í þá ferð. Víst er, að Sturla fór þessa lierferð með
jarli, og urðu Oddaverjar þá að ganga til sætta við
1) lljer ber Sturlunguliandritunum ekki saman; segir cin sögn, tek-
in úr Gi/urarsögu, aö þeir Sighvatr og Sturla liafi als ekki komið lil
þings, enn önnur, tekin eftir Porgils sögu skarða, liefur þti frásögn sem
lijer cr filgt. Er Þorgils sögu betur trúandi um þetta atriði, þar sem það
snertir þá Sighvat og Sturlu og Porgils sjálfan. Sturl. Oxf. 11 253 með
neðanmálsgr.