Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 39
ltonungsvalds á íslandi.
33
að orðsendinguna og kom ekki.1 Annars mun hafa
verið aðfaralaust með mönnum fram til alþingis 1260.
Hákon konungur hjelt njósnum til íslands um
alt, sem jarl aðhafðist, og sínir það, að hann trúði
honum ekki sem best. Þegar jarl fór út sumarið
1258, sendi hann með honum Þóralda hvíta, hirð-
mann sinn, til að hafa gát á honum, og jafnframt sendi
hann í kirþei á öðrum skipum marga trúnaðarmenn
sína eða njósnarmenn í sömu erindum.2 Nú vóru
tvö ár liðin, og enn hafði jarl ekki einu sinni náð
undir sig öllu því ríki, er konungur hafði skipað
honum; af höfðingjunum höfðu tveir hinir minstu
lotið jarli og konungsvaldinu, enn liinir stærri vóru
enn óháðir. Þótti konungi þetta lítill árangur af
tveggja ára starfi. Var það að vísu satt, enn ef kon-
ungur hefði verið kunnugri öllum málavöxtum, mundi
hann hafa sjeð, að jarlinum var að þessu leiti nokk-
ur vorkunn; eftir því sem í haginn var búið, gat
hann ekki á orkað meira enn liann hafði gert, nema
með því að hleipa öllu í bál og brand og stofna sínu
valdi og konungs í hina mestu tvisínu. Langeigðast-
ur var þó konungur eftir skattinum, þessu sínilega
tákni konungsvaldsins. Honum haí'ði Gizur ekki
lireift, enda var það ekki liiggilegt, meðan hann var
ekki fastari í söðli, aí ástæðum sem áður eru til
greindar. Enn hjer tók konungur enga afsökun gilda.
Jarlinn hafði hátíðlega lofað konungi að koma skatti
á landið, og lálið drjúglega ifir, að það mundi sjer
hægðarleikur.8 Skoðaði konungur það sem brigð-
niælgi og bein svik af jarli, að liann hafði als ekki
') Sturl. Oxf. 11 253.
2 Húkonars. Fms. X 93.
'0 Hákonars. Fms. X 93.
Andvarl XXXlll, 3