Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 48
42
Um upphaf
minsta kosti ekki fir enn eftir 1271.1 Enn Hákon-
ar s. er rituð á árunum 1264—1265, rjett eftir við-
burðina, af Sturlu Þórðarsini, hinum skílríkasta
manni, er sjálfur var við þessa sögu riðinn. Verður
því að hafa það, sem hann segir, firir satt, þar sem
sögurnar greinir á, enn ekkert getur verið á móti
því að trúa Sturlungu um það, sem hún segir fillra
og ekki kemur í bága við sögn Sturlu. Með þetla
íirir augum munum vjer nú reina að segja söguna
sem næst sanni.
Hallvarði var auðvitað um fram alt um það
hugað að fá íslendinga til að sverja konungi œvin-
legan skatt, enn um upphæð skattins var hann lítil-
þægur, eins og sjest á undirtektum hans undir fjár-
samskot Norðlendinga (Hákonar s.). Aftur á móli
var ævinlegur skattur mjög óvinsæll hjá alþíðu, og
höfðingjarnir því tregir til að gangast firir því máli.
Einkennilegt í þessu efni er það, að Gizur fær bænd-
ur bæði um haustið og um vorið á Hegranesþingi
lil að sverja Hákoni trúnaðareiða (Hákonar s.), enn
ekki sverja þeir konungi skattinn. Þegal' Hallvarðr
lagði að vinum sínum, vestflrsku höfðingjunum, að
halda fram skattinum við alþíðu, var eðlilegt, að þeir
svöruðu, að þeir vildu first sjá, hvað jarl og hans
sveitir gerði, því að jarlinn væri þó öllum öðrum
fremur skildur til að bindast firir máli konungs. Af
þessum ástæðum fórust firir eiðatökurnar á Þórsnes-
þingi. Enn aftur á móti hefur Hallvarðr getað feng-
ið höfðingjana til að lofa því að fjölmenna lil Þver-
árþings, um sama leiti og alþingi væri haldið, og
láta llokkana bíða þar eftir úrslitum málsins á al-
þingi af hálfu jarlsins og Sunnlendinga og Norðlend-
1) Safn til s. ísl. 111 359.