Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 88
82
Um uppliaf
var lögtekinn. Þegar Gizur dó, var enginn jarl skip-
aður í hans stað ifir Norðlendinga og Sunnlendinga,
því síður ifir alt landið, og er það í engu ósamræmi
við GlSm. Að vísu gerir Magnús lagabætir ráð íirir
því í Hirðskrá (15. k.), sem er frá árunum 1274 —
1277, að það geti komið íirir, að jarl verði skipaður
ifir ísland. Enn það var aldrei gert, og verður það
ekki talið samningsrof aí konungs liálfu1.
Eftir fornum lögum tóku goðarnir af þingmönn-
um sínum, þeim sem ekki riðu til þings, gjald lil
þingfararkostnaðar, er nefndist þingfararkaup og var
mismunandi í ímsum lijeröðum eftir vegalengd lil
alþingisstaðarins og uppliæðin komin undir samkomu-
lagi goðans og þingmannanna (Grág. lvh. 1883, orðaskrá
V. Finsens undir þingfararkaup). Þetta gjald var nú
hækkað um 8 álnir og viðaukinn nefndur skattur.
Pennan skatt sverja landsmenn nú konungi, og í
niðurlagi sáttmálans játa þeir óbeinlínis arfgengi
konungstignarinnar.
Fleiru játa landsmenn ekki. Enn aftur lofar
konungur þeim ímsu á móti, sem alt er— eða á að
l) Aö visu stenciur i sumum annálum fekki í Konungsann.),aö Auðun
hestakorn liaíi veriö gerður jarl 128tí, og einn (Skálh.ann.) bætir við »ifir
íslandiú, og ,er Jiað af sumum sett í samband við iitboðið af íslandi það
á'r. Enn á Arna biskups s. (Bisk. 1 75G) sjest, að Álfr jarl muni hafa haft
íslandsmálin á liendi firir konung það vor, þvi að það var að lians ráði,
að Guðinundur Hallsson var sendur til íslands með utanstefnurnar. l il-
efnið til sögunnar um jarldóm Auðunar mun vera það, tið i júni s. á,
þegar Álfr jarl var sendur lil Englands (Munch, DNFH. IV 2, 12ö), mun
Auðun hafa verið skipaður i t-tad jarlsins ifir íslands málin afkonungiog
þannig að nokkru iíir Hrafn Oddsson sjálfan, sem þá hafði æðslu völd á
íslandi. Víst er, að Hrafn stóð í nánu sambandi við Auðun (Bisk. 1 777).
í brjefum, sem Auðun er við riðinn eftir þcnnan tíma, er liann livergi
kallaður jarl, og ekki er liann ncfndur svo í Arna sögu, sem eílaust
mundi haía getið þess, ef liann hefði verið skipaður jarl ifir landið
(Munch, DNFII. IV 2, 132i. Kolbeinn Auðkílingur er nefndur »/arZ« í
Bisk. 1 tí9tí og »jarli« i Sjávarborgarmáldaga, og mun það vera auknefni,
er hann hefur liklegá fengið firir drembilæli. í annálum er hannaðeins
kallaður lierra, bæði 1301 og 1309, þegar liann deir, og eins i Laurentius-
sögu.