Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 9
Árni Thorsteinsson.
3
danskir menn, og á 18. öld urðu að eins þrir ís-
lenzkir menn amtmenn, Magnús Gíslason, Ólafur
Stefánsson og Stefán Þórarinsson. En þegar fram í
sótli voru amtmennirnir ýmist Islendingar eða Danir,
nema í Norður- og Austuramtinu heíir aldrei verið
fastur danslcur amtmaður.
Þegar Arni Tliorsteinsson sagði af sér landfógeta-
embættinu fyrir fjórum árum, var það embætti lagt niður
eins og amtmannaembættin, og voru þá liðin 219 ár
frá því að fyrsti landfógeti var skipaður hér á landi;
en sá óvandi var á um það embætti, eins og hin
önnur æðri embættin, að leingi fram eptir voru skip-
aðir i það danskir menn. Framan af var og land-
fógetaembættið í sameiningu við sýslumensku í Gull-
bringusýslu — þaðan kom Skúla fógeta vald til þess
að loka búðum og taka upp vörur lijá kaupmönnum
—, og siðan við bæjarfógetaembættið í Reykjavík
eptir að það komst á. Fyrsti landfógeti hér á landi
var Kristofer Heidemann 1683—1693 (d. 1703). Því
næst höfðu umboðsmenn hinna svo nefndu »lands-
forpagtara« landfógetastörfin á hendi, fyrst Andrés
lvarsson Rafn 1693— 1695, því næst Jens Jörgensson
í Brautarholti 1695—1702 og síðast Páll Pétursson
Beger 1702—1706. En næsta ár var Páll Beyer skip-
aður sérstakur landfógeti, og hafði hann það embætti
árin 1707 — 1717, og síðan voru þessir menn óslitið
hver eptir annan landfógetar úr því: Cornelius Wulf
1717—1727 (d. 1734), Iíristján Luxdorph 1727—1739,
Kristján Drese 1739—1749. Hann misti embættið fyr-
ir vanskil og óreglu. Var þá Skúli Magnússon skip-
aður landl'ógeti 9. December 1749, en tók þó eigin-
lega ekki við embættinu fyrri en 1751, og gegndi
hann því til þess 1794, en aðstoðarmaður hans var
Jón Skúlason, sonur hans, er lézt 1789. Þá varð
landfógeti Georg Kristofer Lidemark tæpl ár, 7. Ágúst
1793 til 7. Apríl 1794. Þvi næst gegndi Magnús lög-