Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 133
Fiskirannsóknir.
127
15—50 cm. langri jaí'nvel á 5 faðma djúpi, en líðasl
á 10—30 fðm. viða í fjðrðum; sérstaklega veiðabotn-
vörpungar oft urmul af henni í Faxaílóa á vorin og
sumrin, Sjálfsagt er jiessi fiskur mjög ungur, en ald-
ur lians er ekki kunnur enn. Öll þessi smálúða ætli
helzt að vera friðuð, að minsta kosti hið smæsta af
henni. — Um stærðina á stærstu flyðrum vil eg geta
þess, að eg mældi eina 220 cm. (7 feta) langa í
Vestmanneyjum 1899. Dudmann fékk eina i sumar
i Mýi-dalssjó; hún var 19 stone (ensk lísipund=14
l>d.) og seldist fyrir 5 pd. 8 sli. (eða um 100 kr„
dálaglegt verð á einum fiski!). — Eggert Ólalsson get-
ur jafnvel um 5 álna langa llyðru og nærri 3 álna
breiða (að líkindum Hamborgaralin = 22 þuml.,
Ferðabók bls. 589).
5. Auk þessara fiska hefi eg einnig á síðustu
árum athugað hrygningu kolategundanna við suð-
Vesturströndina. Þessar kolategundir eru: Skarkoli
ÍPleuronectes platessaj, sandkoli fPl. limandaj, þykkva
flúra (Pl. microcephalusj, langflúra [PI. cijnoglossusJ,
skrápkoli eða llúra (DrepanopscttaJ og stórkjafta
iZeugopterus megastomaj. Af þessum kolum er skar-
koli, sandkoli og skrápkoli algengir alt i kringum
landið, hinir 3 eiga heima í heitari sjónum við suö-
111- og suðvesLurströndina, þykkvaflúra sést þó við
Vestiirði og lítið eitl við Norðurland, og eru ekki
eins grunt og skarkoli og sandkoli. Þykkvaflúra og
skrápkoli eru sjaldan grynnra en á tvítugu, hinir á
40—50 fðm. eða dýpra.
Um hrygningu þeirra yfirleitt má taka það fram,
a5 þeir hrygna allir við yíirborð sjávar eins og þorsk-
iiskarnir og þar klekjast seiðin út. Hrygningin fer
h'am á líku dýpi og þorskfiskanna, í vanalegúm fiski-
leiðum, á 10—80 fðm. dýpi eða jafnvel enn þá dýpra
sumar (stórkjöftur, langflúru). Skrápkolinn og sand-
kolinn hrygnir alt í kringum landið, skarkolinn eitt-