Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 65
konungsvalds á íslandi.
59
skuli láta þá lialda jarlinum, liggur elcki beint í
þessum orðum.
Óhugsandi er og, að nokkurt orð í þessa átt hafi
staðið í konungsbrjefinu. Gizur var jarl ifir Norð-
lendinga og Sunnléndinga fjórðungi, og þurfti því
ekki að taka það fram, að hann skildi vera það
eftirleiðis; hótun um að talca af lionum jarlstign-
ina gat konungur varla sett í brjef, sem átti að
lísa firir öllum þingheimi; því síður getur komið
til nokkurra mála, eftir því sem á stóð, að í brjef-
inu hafi staðið, að Gizur skildi vera jarl ifir öllu
landinu; svo einfaldur var Hákon eklci; með því
hefði hann fælt frá sjer bæði Vestfirðinga og Aust-
íirðinga.
Ekki er heldur líklegt, að bændur hafi ótilkvadd-
ir og af sjálfs dáðum sett þessa grein í sáttmál-
ann. Enn hvaðan er aldan runnin? Svarið liggur
opið firir. Cui l)ono? Hverjum er greinin í hag?
Af Hákonarsögu er ljóst, að Hákon konungur
var mjög óánægður með filgi Gizurar í skattsmál-
inu. Vjer höfum áður sínt rök til, að Hallvarðr
muni á þinginu liafa liótað jarli afsetningu og
jafnvel landráðasök, ef hann íilgdi nú ekki fasl
konungserindi. Öll framkoma Gizurar á þinginu
lísir því, að hann var hræddur um sig og þikist
ekki fastur í sessi. Jafnvel þó að hann nú gengi
l'ast og diggilega fram í þjónustu konungs, gat
hann, eftir því sem á undan var gengið, l)úist við,
að konungur mundi ekki trúa sjer og skipa ann-
an ifir ríki það, sem honum var falið. Þá hug-
kvæmist honum það heillaráð að fá bændur til
— »biðja þá til með góðum orðum« — að lísa
ifir því, að þeir vilji sig og engan annan ifir sjer