Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 12
6
Árni Thorsteinsson.
Árni Thorsteinsson ólst upp á Arnarstapa með
foreldrum sínum þar til hann fór í Bessastaðaskóla
1844, og settist þá í efra bekk. Á skólaárum Árna
var latínuskólinn fluttur frá Bessastöðum (1846) og
til Reykjavíkur, og útskrifaðist hann með góðum
vitnisburði úr Reykjavíkurskóla vorið 1847, og var
einn meðal stúdentanna, er skrifuðust út hið fyrsta
ár þess skóla. Því næst sigldi liann til Kaupmanna-
hafnarliáskóla og tókþarpróf í lögum 19. Júní 1854,
einnig með góðum vitnisburði.
1856, hinn 31. Marts, varð Árni sýslumaður í
Snæfellsnessýslu, og liafði hann það embætti á hendi
til 1861. Á þeim árum bjó hann í Stykkishólmi, og
var til heimilis í húsi Árna umboðsmanns Thorlaci-
us, sem var gamall vinur föður hans.
Hinn 18. Febrúar 1861 fékk Árni Tliorsteinsson
veitingu fyrir landfógeta- og bæjarfógetaembættinu í
Reykjavík, og gegndi liann þeim embættum báðum
þangað til 1. Júlí 1874. Höfðu þau verið aðskilin
með konungs úrskurði 31. Jan. s. á., og upp frá því
hafði hann á liendi landfógetaembætlið eitt, þar til
það var lagt niður.
Konungkjörinn varaþingmaður varð Árni 1867.
En 1877 varð hann lconungkjörinn Alþingismaður, og
var það jafnan síðan til 1903. Þegar Pétur biskup
Pétursson sagði af sér þingmensku 1886, sem leingi
hafði verið forseti efri deildar Alþingis, var Árni kos-
inn forseti í hans stað, og var það síðan á öllum
þeim þingum, sem liann átti sæti á, nema ein tvö
ár (1889 og 1891).
Annar yfirdómari í landsyfirdóminum var hann
settur 1877—1878, og hina umboðslegu endurskoðun
landsreikninganna hafði hann á hendi 1876—1879.
Hann var og éinn í nefnd þeirri, er stóð fyrir bygg-
ingu Alþingishússins 1879—1881.
Árið 1867 var Árni sæmdur kanselliráðs nafn-