Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 94
88 Um upphaf konungsválds á íslandi.
að þeir vilji ráða lögum í landi, þeim sem konungur
einn eigi að ráða« ! (Bisk. I 739 og 719).
Tímarnir breitast. Hvað mundum vjer segja nú,
ef ráðherra vor talaði önnur eins orð og þessi frammi
firir alþingi íslendinga? Hvernig mundum vjer una
því, ef konunglegir embættismenn ættu að skipa menn
í öll sæti á löggjafarþingi voru, og svo ælti ráðherra
að ráða öllu, þegar á þing kæmi, ef hann gæti feng-
ið einn — segi og skrifa einn — al' þingmönnum til
að greiða atkvæði með sjer móti öllum öðrum al-
þingismönnum?
Og þetta eða því lílct var þó löglega samþikt á
alþingi íslendinga 19 árum eftir hinn marglofaða
Gamla sáttmála.
Enn því ríkara sem lconungsvaldið er, því merki-
legra er það, að bændur skuli hafa sitt fram í deil-
unni við Hákon hálegg, og því aðdáunarverðara er
þrek það og kjarkur, sem bændur síndu þá. Lík-
legt er samt, að í þeirri deilu hafi allmargir hand-
gengnir menn staðið að baki bændum og stutt þá, þó
að þeir kæmi ekki opinberlega fram (sbr. orðin
»samþikt af almúganum, utan handgengnum mönn-
um« í samþiktinni 1306, Ríkisrjett. 12), því að þeim
hlaut að standa stuggur af hinum norsku síslu-
mönnum og víst líka af utanstefnunum. Annars
hefðu úrslitin líkast lil orðið önnur.
Leiðrjettinsi. Á l»ls. 3‘1, 1. 1. n,, á eflir orðunum >»ljölmenni
mikið.<( hefir fallið úr þcssi setning: Var þá fundur stefndur að Ping-
skálum með lionuin og Rangæingum.