Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 119
Pegnskylduvinna.
113
■ei' gætt, að hjá mörgum búlausum og einhleypum
mönnum virðast það vera einu fjármála hyggindin,
sem í ljós koma, að reyna á allan hátt að smeygja
sér hjá öllum opinherum gjöldum, þótt vesalmann-
legt sé. Á hinn bóginn er varla til svo bláfátækur
barnamaður, ef liann á annað borð getur lafað við
húskap, án þess að þiggja af sveil, að hann gjaldi
eigi árlega eins mikið, eða mun meira, til hinna j7msu
opinberu þarfa beint eða óbeint. — En er þetta
heppilegt eða réttlátt? Það munu þeir bezt finna, er
reyna livorttveggja.
Eg skal fúslega játa, að liæglega getur komið
fyrir að erfiðara og meira bindandi sé að leysa vinn-
una af hendi, en að greiða gjald, er því nemi. Enda
gerir tillagan frá -1903, um þegnskylduvinnuna, ráð
fyrir þessu. Þar segir að maður »megi þó setja gild-
an mann í sinn stað, ef knýjandi ástæður banna hon-
um að vinna sjálfur af sér þegnskylduvinnuna«. En
nauðsynlegl virðist vegna jafnréttarins, að lorföll, þótt
gild séu, geli eigi leyst heilbi-igða menn með öllu
undan skyldunni.
Þess ber vel að gæta, að öll störf, er lögin leggja
á oss í þarfir almennings, eru þegnskyldustörf, og öll
útgjöld til almenningsþarfa, hvort sem er að ræða
um beina eða óbeina skatta, eru þegnskyldugjöld.
En aðallega er það vinnan fyr eða síðar, sem fram-
leiðir gjaldþolið; þess vegna má segja yfirleitt, að
Þjóðfélagsskipun og menning bj'ggist á beinni eða ó-
beinni þegnskylduvinnu.
Sumir liafa nefnt þegnskylduvinnuna þrœlavinnu.
Með líkum rétti mætti nefna öll opinber gjöld þrcda-
íljöld, hvort sem þau ganga til styrktar fátækum, til
menningar eða livers annars, er vera skal. En er nú
Þetla rétt skoðað? Setjum svo, að efnalítill Qölslcyldu-
inaður sé í hreppsnefnd og fari á niðurjöfnunarlund.
Þar leggur hann á sig nokkurra króna gjald, til að
Andvnri XXXIII. 8