Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 132
126
Fiskirannsóknir.
líku dýpi í sex dráttum yfir 12 þús. af þorskseiðum
(á 2. og 3. ári), en ekki nema 800 ufsar. — þegar
ufsinn er orðinn stærri en nefnt var hér að frainan,
hverfur hann frá ströndunum og sést úr því lítið til
hans, fyrr en hann er orðinn fullstór og gotfær.
4. Flyðran. Um hrygningu hennar er mjög lílið
kunnugl enn þá, bæði um hrygningartímann og hrygn-
ingarsvæðið, nema það, að Dr. Schmidt hefir komist
að raun um, að lnin hrygnir að eins við suður- og
vesturströndina. Eg hefi nokkrum sinnum getað at-
hugað flyðrur um vetrar- og vormánuðina og oft um
sumarmánuðina, en aldrei fundið þær með þroskuð-
um hrognum né sviljum. Eg skoðaði hrogn úr nokkr-
um ílyðrum, sem veiddust á »Leslie« í Miðnessjó 18.
marz 1906 og eina 30. sama mán. s. á. Allar voru
þær úlhrygndar og það víst fyrir nokkru. Stærðina
á fiskunum gat eg ekki mælt, af því að þeir voru
skornir i sundur. Eftir þessu að dæma hrygnirhún
snemma á árinu og eflaust á mjög djúpu. Hinn góð-
kunni enski íiskiskipstjóri, Dudman, er svo lengi
liefir stundað heilagfiskisveiðar hér við land, sagði
mér í fyrra sumar ýmislegt um hætti llyðrunnar, eft-
ir því sem hann hafði reynt hér. Sagði hann, að
hún fengist með fullþroskuðum sviljum og hrognum
i apríl á 200—300 fðm. dýpi, úti í reginhaíi, í kringum
120 sjómílur vestur af Reykjanesi, og að hún safnað-
ist þangað í marz frá djúpanum út af Breiðafirði og
Látrabjargi. Á þessum svæðum er mér sagt af kunn-
ugum mönnum, að á síðustu árum sé veitt mikið af
heilagfiski á brezkum lóðaskipum. Þessar upplýsing-
ar Dudmans koma vel heim við það, að Dr. Schmidt
h'efir fundið llest Ilyðruseiði upp um sjó langt úti í
haíi við sunnanverða vesturströndina (út af Faxaflóa).
— Á hvaða stærð ílyðran nær æxlunarþroska og hve-
nær seiðin liætta uppsjávarliíi sínu, er ókunnugt.
Eins og kunnugt er, fæst og oft mikið af smálúðu