Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 155
Fiskirannsóknir.
149
9. ágúsl og lét frysta það sama clag, vafið í perga-
ment pappír (vegetabilsk pergament), sem hafður er
til umbúða um fisk. Lá það svo í frysti (í -5- 6° C
hita) þangað til 2. október. IJá var tekinn af því
helmingurinn og matreiddur eins og áður og var
kjötið þá ekki farið að tapa sér neitt. Það sem eftir
var, var tekið 2. desember, eða eftir fjögurra mánaða
geymslu og matreitt sem fyrr og fanst þá aðeins lít-
ilsháttar þráakeimur að þvi, en alls ekki meiri en af
frosnu sauðakjöti á útmánuðum. Nokkrir menn í
Reykjavík fengu bita af kjötinu frosnu og býst eg
við, að þeir séu mér samdóma um gæði kjötsins;
það er meirt og mjög auðmelt, laust við sinar og
bein og annað það, er ódrýgir annað kjöt, einkum
stórgripakjöt. — Það sem ekki var etið nýtt af kjöt-
inu af þessum hval, var saltað til vetrarins, af mönn-
um þeim er llóu hvalinn.
Eg álit þessa tilraun mei'kilega vegna þess, að
hún sýnir, að hvalkjöt má geyma frosið eins vel og
annað kjöt, og þó var þetta, sem eg lét frysta, orðið
4 daga gamalt, þegar það var gert. Eins og kunnugt
er, er kjötið af hvölum þeim, sem veiddir eru hér
við land, aðeins haft i »kraftfóður« og »gúanó«. En
kjöt þeirra sem yngri eru, er ekki lakara en hrefnu-
kjötið, ef það er matreitt nýtt. Það má því lelja það
ilt, að það skuli ekki vera notað til manneldis, meira
en gert er. En til þess þyrfti að vera frystihús á
stöðvunum, eða í nánd við þær, þar sem mætti frysta
kjötið nýtt og senda það svo írosið þangað sem frysti-
hús eru og geyma það svo áfram þar meðan það
væri að seljast, en það væri einkum í kaupstöðum
og kauptúnum. Lægi það einkum vel við á Vest-
fjörðum, t. d. ísafirði og Austfjörðum (t. d. Seyðis-
fírði), þar sem veiðistöðvarnar eru svo nærri og í
Reykjavík ætti að mega fá það tljóllega frá stöðinni
í Tálknafirði. Væri ekki ólíklcgl að almenningur