Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 61
konungsvalds á íslandi.
55
það beinlínis kirsett í Noregi.1 Og þegar jafn-
vel erkibiskupi og biskupum hjelst ekki uppi að
fara með verslun í óleifi konungs, má geta nærri
um aðra menn óvalda. Að Magnús konungur hafi
viljað bola íslendinga frá versluninni og helga
sjer hana einum, og að óánægja liafi verið út af
því á íslandi, sjest og á þvi, sem einn merkur annáll
(Höyers a.) segir, við árið 1273, að þá liafi konungur
y>játað Íslendingum að eiga i hafskipume, og er það
líklega svo að skilja, að hann liafi leift, að ís-
lendingar, þeir er gætu og vildu, skildu fá að
ganga í fjelag við sig um skip, enn ekki eiga sjálf-
ir lieil skip. Þetta var saina árið og Járnsiða var
samþikt til fullnustu, og má vera, að konungur
hafi heitið þessu gegn því, að sú samþikt gengi
fram. Hið stranga bann Jónsbókar gegn sam-
tökum af landsmanna hálfu um að selja innlend-
an varning dírar enn við gangverði virðist og
vera setl til að gæta hagsmuna konungs af versl-
uninni, og það að þetta ákvæði er tekið inn f
Þegnskildubálk, enn ekki í Kaupab., þarsem það
ætti heldur heima, sínir Ijóslega, að konungur
skoðar sig sem æðsta kaupherra íslands (IJegnsk.3).
Á þessu sjest, að jafnvel Magnús lagabætir, sem
GlSm. var gerður við, áleit sig hafa heimild til
rjett á eftir að leggja einokunarhöft á verslun ís-
lands, og heimild sú, sem hann þóttist hafa, getur
ekki verið nein önnur enn liið óheppilega ákvæði
um skipin í GlSm. Verður það fje seinl tölum
talið, sem það hefur kostað ísland. Því að kon-
ungar þeir, sem á eftir koma gera ekki annað enn
Ú Ilisli. 1 710, 738, 740 og 752.