Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 128
122
Fiskirannsóknir.
ar suinarsíldin norðlenzka kom fyrst til Skotlands,
þá hafi hún þótt lík sild, sem áður veiddist í nánd
við Orkneyjar, en l'æst nú ekki lengur.
2. Ysan. Því er eins háttað um ýsuna og um
þorskinn, að hún hrygnir að eins í heitari sjónum
við suður- og vesturströnd landsins. l3að heflr Dr.
Sclimidt sýnt með rannsóknum sínum á »Thor« (shr.
Fiskeriundersögelser bls. 49). Eg lieíi athugað ýsu
frá suðurströndinni á síðari árum til þess að komast
eftir því, hvenær hrygningin byrjar, og live lengi hún
stendur yfir. 1907 skoðaði eg margt af ýsu, sem var
veidd 6.—11. febrúar á »Jóni forseta« (við Vest-
manneyjar?). Það voru bæði hrogn- og svilfiskar í
kringum 70 cm. að lengd, æxlunarfærin voru all-
þroskuð, en þó ekki nærri fullþroskuð, o: rennandi
eða laus. Seinna skoðaði eg margar stórýsur, veidd-
ar á sama skipi í Mýrdalssjó í kringum 15. marz.
Það voru altsaman hrygnur, með stórum en ekki
fullþroskuðum hrognum. Skipsmenn sögðu mér, að
mestöll sú ýsa, sem þeir liöfðu veitt i þeirri útivist,
frá því um 10. sama mán., hefði verið hrognfiskur-
(en þorskurinn mest svilíiskur) og eins hafði verið
á botnvörpungnum »Marz«. 2 ýsur 65 og 69 cm.,
veiddar ca. 2. marz 1908 í Miðnessjó, höfðu að eins
hálfþroskuð hrogn og svil, og mergð af hrognum, sem
eg sá úr ýsu veiddri um sama leyti, var í sama á-
standi. 17. marz kom »Marz« inn með mikið af
ýsu, veiddri næstu daga á undan við suðurströndina.
Eg skoðaði 2, 73—75 cm. langar hrygnur. Hrognin
voru orðin fullstór (15—17 cm. á lengd), en ekki
farin að losna, og líkt hefir að líkindum verið
um liitt af ýsunni, sem eg gal ekki skoðað. 1905
skoðaði eg allmörg hrogn úr ýsu, er veiddist i hotn-
vörpu í sunnanverðum Garðsjó, 25. marz. Einstaka
af þeim voru farin að losna, en flest ekki fullþrosk-
uð, 1 ýsa veidd 8. apríl s. á. í »Rennunni« í Faxa-