Andvari - 01.01.1908, Blaðsíða 138
132
Fiskirannsóknií'.
miðum úti fyrir Vestfjörðum og stundum enda inni í
fjörðum, á 40—50 l'ðm. Eins er mér sagt að hún
muni hafa fengist inni í Fáskrúðslirði eystra, og
Norðmaður einn, er eg hitti á Seyðisíirði 1904, sagð-
ist þá um sumarið hafa fengið eina 160—180 pd.
þunga við Austurland, á eitlhvað 100 fðm. dýpi. Þær
sem eg hefi séð (ílestar á »Thor«) hafa verið smáar,
en fullstór verður hún eitthvað 3 fet á lengd. Nafnið
svartfiyðra eða svartaspraka (á norsku Svartkveite) fær
hún af því að liún er mjög dökk á neðri hliðinni,
m. ö. o. öll dökk.
3. Gull-lax (Argentina silusj. Eg liefi gelið þess
i síðustu skýrslu (bls. 114), að þessi fiskur hefir
reynst að vera alltíður hér í Jökuldjúpinu á 70—90
fðm., svo að þar liafa fengist yfir 100 fiskar á is-
lenzkum botnvörpuskipum síðustu tvö sumur. Allir
þessir fiskar hafa þó verið heldur smáir, ekki full-
vaxnir fiskar, sem auðséð leita, eins og margir aðrir
djúpfiskar inn í grynnri sjó, en fullorðnu fiskarnir.
Annars hefir fislcur þessi að eins sést hér við Vest-
manneyjar, 2 ekki l'ullvaxnir, af líku dýpi og í Jök-
uldjúpi. En í vetur fékk eg með góðfúslegri aðstoð
Gísla Lárussonar í Vestmanneyjum tvo fullvaxna fiska
þaðan, veidda á lóð á 100—120 fðm. 19. íebr. Það
voru kvenfiskar, 50 og 53 cm. langir, með liálf-
þroskuðum hrognum, sem sýnir að þessi fiskur gýtur
seint á vori. Fullorðni fiskurinn lifir yfirleitt á yfir
100 fðm. dýpi. Þessi íiskur er bezti matfiskur.
4. Hafmús (geirnyt, »sjórotta« Cliimœra mon-
strosaj liefir verið þekl hér við land frá fornu fari,
og er hennar gelið í ritum frá 18. öld, t. d. Ferðabók
Eggerts. En liún hefir ætíð verið talin sjaldgæf, því
hún fæst víst mjög sjaldan á færi, og við suðvestur-
ströndina, þar sem liana er að finna, liafa lóðir lítt
verið lagðar svo djúpt, að hún hafi fengist nema ör-
sjaldan. En á síðustu árum hefir hæði verið fiskað